Hvers vegna setjum við okkur markmið?

Ingvar Jónsson, markþjálfi og eigandi Profectus.
Ingvar Jónsson, markþjálfi og eigandi Profectus. Ásgeir Páll/K100

„Ég óska öllum til hamingju sem settu sér ekki markmið á nýju ári,“ sagði Ingvar Jónsson, markþjálfi hjá Profectus, í upphafi viðtals á K100 í upphafi ársins. Það kann að hljóma undarlega að heyra slíka kveðju frá manni sem hefur mörg undanfarin ár starfað við að hjálpa fólki að finna leiðir til að setja sér markmið með þeim hætti að markmiðasetningin takist. Hann segir að í mjög mörgum tilfellum sé fólk að refsa sjálfu sér með því að setja sér markmið því það í raun og veru viti ekki hvert það vill fara. „Ef villtur maður spyr þig til vegar, geturðu ekki gefið honum leiðarlýsingu nema vita hvert hann vill fara.“

Sjálfsþekking er lykillinn

Ingvar hvetur fólk til að skoða sjálft sig áður en markmiðin eru sett og kanna hvaða hvatir eru á bak við þau. „Langar þig í raun til að ná þessu tiltekna markmiði?“ Hann segir að sumir fari út í þá vegferð á nýju ári að ætla sér að ná árangri í einhverju vegna utanaðkomandi þrýstings, t.d. frá náunganum, og svo nefnir hann sársauka sem drifkraft. „Þegar við erum svo komin af stað og jafnvel farin að ná einhverjum árangri, fjarar oft undan þessum drifkrafti sem kom okkur af stað. Alvörumarkmið eru sett vegna þess að þetta er eitthvað sem þig langar virkilega til að uppskera. Sjálfsþekking er þess vegna grunnurinn að þessu öllu saman. Markmiðasetningin er síðasta skrefið, því að þegar þú þekkir sjálfa(n) þig og þínar langanir eykur það líkurnar á árangri.

Verðlaunaður fyrir störf sín

Í starfi sínu sem markþjálfi hefur Ingvar haldið fjölmörg námskeið, skrifað bækur og haldið erindi bæði hérlendis sem erlendis. Hann hefur nú verið valinn úr stórum hópi markþjálfa til að halda erindi á stærstu og viðamestu mannauðsráðstefnu í heimi. Ingvar tekur við verðlaununum sem einn af bestu markþjálfum í heimi, 101 að tölu.  Þrátt fyrir að vera auðmýktin uppmáluð kveðst Ingvar stoltur af því að fá þessa viðurkenningu og segist fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið.

Var lengi aðalsöngvari Papanna

 Þeir sem muna eftir hljómsveitinni „Papar“, þekkja Ingvar vel í sjón en hann hætti í hljómsveitinni fyrir margt löngu eftir að hafa verið aðalsöngvarinn í áraraðir, tók U-beygju, hóf háskólanám og sér ekki eftir því. Spurður um gamla tímann svarar Ingvar í gamansömum tón: „Ég þekki þennan mann sem þú ert að tala um, en mér skilst að hann hafi verið bæði leiðinlegur og hrokafullur.“

Hver ertu og hvað viltu?

Á næstu dögum kemur út bók eftir Ingvar sem ber nafnið „Hver ertu og hvað viltu?“ Höfundurinn segir að hér sé á ferðinni einstök bók sem hjálpar þér að finna hugrekki til að standa með sjálfri/um þér. Taktu stefnuna þangað sem þú vilt fara – hvað sem öðrum kann að finnast um það! Markmið lesendans ætti að vera að öðlast dýpri skilning á því hver hann er og hvaða orsakir liggja þar að baki. Síðasta bók Ingvars „Sigraðu sjálfan þig“, sem kom út árið 2018, fékk frábærar viðtökur og því eru vafalaust margir eftirvæntingarfullir að lesa meira frá Ingvari.

Sögusvið bókarinnar Hver ertu og hvað viltu?
Sögusvið bókarinnar Hver ertu og hvað viltu? Ingvar Jónsson

Viðtalið við Ingvar Jónsson markþjálfa má sjá og heyra hér að neðan.

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar