Hundur sem borðar í beinni línu

Agnes, Snúður og Eyjólfur Kristjánsson.
Agnes, Snúður og Eyjólfur Kristjánsson. K100

Snúður Kóngason er 10 ára í dag. Hann er hreinræktaður chihuahua-krúttmoli sem elst upp á heimili Eyjólfs Kristjánssonar stórsöngvara og fjölskyldu. Kóngi, pabbi hans, er orðinn 15 ára en ber sig mjög vel, að sögn Eyjólfs.

Eyjólfur setti nýverið færslu á Facebook af Snúð sem vakið hefur mikla athygli. Þar sést Snúður borða nákvæmlega helminginn af disknum sínum í beinni línu og skilur hinn helminginn eftir.

Eyjólfur mætti með Agnesi, dóttur sína og Snúð í viðtal við Ísland vaknar á K100 í morgun. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


mbl.is