Besta dót í heimi

Hallgrímur Ólafsson fór á kostum í áramótaskaupinu.
Hallgrímur Ólafsson fór á kostum í áramótaskaupinu. Skjáskot Rúv/áramótaskaup 2019

Hallgrímur Ólafsson leikari, sem margir þekkja sem Halla Melló og aðrir sem Tösku í þáttunum um Dóru, byrjar árið af krafti. Hann sló í gegn sem Skúli Mogensen í áramótaskaupinu þegar hann söng Purple Plane og frumsýndi svo kvikmyndina Gullregn um helgina. Myndin er byggð er á leikriti Ragnars Bragasonar sem leikstýrir einnig myndinni.

Hallgrími er margt til lista lagt. Auk leiklistar og söngs getur hann líka trommað. Hann birti myndband af sér á Facebook nýverið að tromma lagið Superstition með Stevie Wonder á rafmagnstrommusett. Trommusettið var jólagjöf frá eiginkonu hans. „Þetta er besta dót í heimi. Rosalega skemmtilegt,“ segir Halli. 

Þeir Siggi og Logi í Síðdegisþættinum á K100 slógu á þráðinn til Hallgríms og ræddu um áramótaskaupið, kvikmyndina Gullregn og leynda trommuhæfileika.

mbl.is