Minningartónleikar Avicii

Avicii lést árið 2018.
Avicii lést árið 2018. AFP

Minningartónleikar um sænska tónlistarmanninn Tim Bergling, sem kallaði sig listamannsnafninu Avicii, fóru fram í Stokkhólmi í byrjun desember. Um 50 þúsund áhorfendur troðfylltu tónleikahöllina Friends Arena en markmiðið með tónleikunum var ekki bara að minnast Avicii, sem lést árið 2018, heldur einnig að hvetja til vitundarvakningar um geðsjúkdóma.

Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á síðum Avicii á YouTube, Facebook og Instagram. Listamenn, sem störfuðu á árum áður með honum, komu fram á tónleikunum. Þar má nefna Aloe Blacc, Rita Ora og Adam Lambert.

Klas Bergling, faðir tónlistarmannsins sagðist vonast til að minningartónleikarnir um son hans yrðu til þess að auka vitund um geðsjúkdóma. „Í Svíþjóð falla 1.500 manns fyrir eigin hendi á hverju ári. Þessi tala er um milljón manns um heim allan,“ sagði hann í tilkynningu. „Þetta er ömurleg staðreynd sem hefur mikil áhrif á samfélög og fjölskyldur sem búa við langtímaáhrif sorgar. Þetta er heimsfaraldur og er næstalgengasti orsakavaldur andláts ungs fólks á aldrinum 15-29 ára. Við viljum að málefnið komist á dagskrá með þessum tónleikum og einnig vekja athygli á fordómum sem enn eru ríkjandi gagnvart andlegum veikindum og sjálfsvígum. Ný stefna og úrræði eru brýn til að greina áhættuþætti svo koma megi í veg fyrir sjálfsvíg, einkum meðal ungs fólks.“


 

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar