Bohemian Rhapsody vinsælasta lagið

Freddie Mercury flytur Bohemian Rhapsody.
Freddie Mercury flytur Bohemian Rhapsody.

Útvarpsstöðin Retró 89,5 vakti mikla athygli milli jóla og nýárs þegar 500 bestu lögin frá '70, '80 og '90 voru talin niður. Landinn sat límdur við útvarpið enda yfirferðin yfir þessi lög spennandi og rifjaði eflaust upp minningar hjá mörgum. Aðrir sem yngri eru kynntust eflaust fullt af lögum.

Topplagið kom kannski mörgum á óvart, þó að val á svona lista sé alltaf umdeilt, en það var Queen sem skipaði toppsætið með hið ódauðlega tónverk Bohemian Rhapsody. 

„Við fengum frábær viðbrögð við þessu uppátæki okkar og munum klárlega ráðast í þetta aftur og jafnvel gera aðra lista í svipuðum dúr,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri Retró og K100. „Við þökkum hlustendum fyrir frábær viðbrögð.“

Listann má nú nálgast í heild sinni á Spotify undir nafninu „Retro Topp 500“. Á eftir Queen komu Eagles með Hotel California, síðan Whitney Houston með I wanna dance with somebody, þar á eftir kom George Michael með Careless Whisper og í fimmta stæti var Phil Collins með In the air tonight.

„Við vonum svo að þetta uppátæki okkar hafi vakið enn meiri athygli á útvarpsstöðinni Retró sem sækir stöðugt í sig veðrið. En stöðin helgar sig tónlist frá þessum áratugum og er lítið um mas og auglýsingar á stöðinni. Bara góð músík allan sólarhringinn,“ bætir Sigurður við.

Spotify listinn:

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar