Megrun: „Engin ein lausn fyrir alla“

Mynd/Unsplash/i yunmai.

„Líkami okkar þarf næringu og hitaeiningar til að vakna, virka og hugsa. Kerfið þarf orku svo hjarta-, æða- og ristilkerfi virki. Ef við ætlum að svelta þetta þá mun eitthvað klikka. Við verðum orkulaus og vítamíninnihald fer niður. Við gætum þá farið í verra ástand þótt vigtin fari niður.“

Þetta segir Elísabet Reynisdóttir næringafræðingur í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Nú er tími áramótaheitanna þar sem margir stefna að því að hreyfa sig meira og borða minna. Elísabet minnir á að af þeim sem setja sér stíf markmið séu kannski um 5% sem raunverulega ná þeim. 

„Við verðum að hlusta á líkama okkar og spyrja spurninga eins og hvernig okkur líður þegar við borðum. Sumir gætu enn þá verið að þyngjast þrátt fyrir fögur fyrirheit um síðustu áramót. Þá gæti verið gott að spyrja hvort það gæti tengst einhverju í sálinni eða mögulega hvort líkaminn sé ekki í réttum efnaskiptum.“

Elísabet nefnir einnig að ef hún ætli að gúffa í sig hálfu kílói af grænmeti á dag þá er mjög ólíklegt að bakteríuflóran muni ráða við það. „Hver og einn þarf að hlusta hvernig flóran er, hvernig líkaminn bregst við tiltekinni fæðu. Hver og einn þarf að ákveða sinn lífsstíl.“

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist