Fagnar opnari umræðu um kynlíf og kynhneigð

Kristín Þórsdóttir, verðandi kynlífsmarkþjálfari.
Kristín Þórsdóttir, verðandi kynlífsmarkþjálfari. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Ekkert líf er án kynlífs,“ segja þáttastjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif hafa að undanförnu fjallað um fjölkæra einstaklinga, þá sem hneigjast til BDSM eða tileinkað sér „swinger“ lífsstílinn svokallaða.

Kristín Þórsdóttir, verðandi kynlífsmarkþjálfi, fagnar því að umræða um fjölbreytt form kynhneigðar og kynlífs sé að aukast. Með aukinni fræðslu og umræðu er hægt að útrýma fordómum sem spretta oftast upp úr fáfræði.

„Það er frábært að verið sé að opna umræðu um þetta,“ segir Kristín. „Mannskepnan er búin að stunda alls konar form kynlífs í margar þúsundir ára. Á erótíska safninu í Kaupmannahöfn eru myndir af fólki í orgíum frá 17 hundruð og eitthvað. Það þarf ekki að vera sammála um ákveðið form kynlífs eða kynhneigð en það er algjörlega út í hött að rakka einhvern niður sem hefur einhverjar tilteknar hneigðir. Öll umræða er góð en þegar verið er að drulla yfir fólk þá þarf að skoða hvað býr þar að baki.“

Í umfjöllun morgunþáttarins var lesið upp bréf frá pari sem stundar makaskipti eða „swing“. Parið óskaði nafnleyndar vegna mikilla fordóma sem væru hér á landi.

„Með opnari umræðu, eins og við sáum til dæmis með samkynhneigð og #freethenipple átakinu, trúi ég því að fordómar munu minnka,“ segir Kristín meðal annars í viðtalinu sem sjá má og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.


mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar