Vinsældalisti Obama  

Barack Obama.
Barack Obama. AFP

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, deilir með fylgjendum sínum á Instagram lista yfir þau lög sem hann hlustaði mest á í fyrra. Kennir þar ýmissa grasa en forsetinn fyrrverandi segist sjálfur vera alæta á góða tónlist.

Þarna má sjá lögin Old Town Road í flutningi Lil Nas X og Billy Ray Cyrus, Mood 4 Eva með Beyonce, Burning í flutningi Maggie Rogers og Go með The Black Keys.

„Ef þú ert á faraldsfæti eða í ræktinni vona ég að þú getir fundið hér eina eða tvær hugmyndir að lögum,“ tísti forsetinn fyrrverandi.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist