Hitamet í Noregi

Åndalsnes að sumarlagi en myndin gæti alveg eins verið tekin …
Åndalsnes að sumarlagi en myndin gæti alveg eins verið tekin í dag. Mynd/Wikipedia.org/Kjetil Groven

Á meðan kalt heimskautaloft flæðir yfir Ísland í dag er 19 stiga hiti á nokkrum stöðum í Noregi. Í bænum Åndalsnes, sem er mitt á milli bæjanna Þrándheimar og Björgvinjar, er rjómablíða. Hitamælar í bænum Sunndalsøra, sem er þar skammt frá, sýna 19 stiga hita í dag. Ekki hefur verið hlýrra þar um slóðir í janúar frá árinu 1989.

Norski fréttamiðillinn VG hefur eftir Yvonne Wold, bæjarfulltrúa í Åndalsnes, að veður þar sé algjörlega einstakt fyrir janúar. Það þýði ekkert að fara á skíði því snjór sé að bráðna af fjallstindum þar um kring. 

„Náum við 20 stiga hita í dag,“ spyr norska veðurstofan á Twitter.

Spáð er þó kólnandi veðri víðast hvar í Noregi á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar