BTS á Times Square

BTS slógu í gegn á gamlársköld á Times Square.
BTS slógu í gegn á gamlársköld á Times Square. Skjáskot/youtube

Drengjasveitin BTS varð í fyrra fyrsta hljómsveitin frá Suður-Kóreu til að komast á toppinn í Bretlandi með vinsælustu plötuna og selja upp á tónleikum á Wembley. Árangri ársins 2019 fögnuðu drengirnir vel og innilega með því að koma fram á árvissum viðburði á Times Square í New York á gamlárskvöld.

Þar deildu þeir sviði með Post Malone, Alanis Morissette og Sam Hunt. BTS flutti meðal annars lagið Make It Right sem Ed Sheeran samdi með þeim.

Drengirnir í BTS hafa staðfest fregnir um að von sé á nýrri plötu á árinu, að því er fram kemur í umfjöllun NME.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist