Vinsælasta lag allra tíma kynnt rétt fyrir 18 í dag

Verða David Bowie eða Freddie Mercury á toppnum?
Verða David Bowie eða Freddie Mercury á toppnum?

Retró 89,5 hefur síðan á föstudaginn talið niður 500 bestu lögin frá '70, '80 og '90. Nú styttist í stóru stundina en topplagið verður kynnt í dag, rétt fyrir klukkan 18.

„Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt og viðbrögðin mikil frá fólki,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri K100 og Retró. „Við erum með hnút í maganum fyrir því að kynna vinsælasta lagið núna rétt fyrir kl. 18.00 í dag.“

Listinn verður svo gerður aðgengilegur á vefnum og Spotify svo að fólk geti hlustað á hann aftur. Einnig verða 100 efstu lögin endurflutt á Retró á morgun, gamlársdag.

Hlustaðu á Retró á FM 89,5 á höfuðborgarsvæðinu, FM 101,9 á Akureyri og á netinu á www.retro895.is

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist