Hvert er vinsælasta lag allra tíma?

Þeir félagar George Michael og Elton John verða eflaust fyrirferðamiklir …
Þeir félagar George Michael og Elton John verða eflaust fyrirferðamiklir á listanum.

Útvarpsstöðin Retró 89,5, systurstöð K100, hóf niðurtalningu á 500 bestu lögum '70, '80 og '90 klukkan 8 í morgun. Stendur niðurtalningin yfir fram á mánudagskvöld þegar að verður kunngjört hvert vinsælasta lagið frá þessum tíma er.

„Þetta er heljarinnar verkefni og unnið myrkanna á milli við að koma listanum saman sem er reiknaður út frá alls konar formúlum og breytum,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri K100 og Retró.

Spurður um hvað einkennir 500 vinsælustu lögin segir Sigurður að sumt komi á óvart, en annað ekki. „Það er samt alveg klárt að það verða ekki allir sammála um hvaða lög eigi að vera efst á listanum. Þetta verður mjög skemmtilegt og um að gera að hafa útvarpið í gangi milli jóla og nýárs.“

Þú getur hlustað á Retró á FM 89,5 á höfuðborgarsvæðinu, FM 101,9 á Akureyri og www.retro895.is

mbl.is