Hámhorf um hátíðarnar

Skjáskot úr þáttunum Godless sem sýndir eru á Netflix.
Skjáskot úr þáttunum Godless sem sýndir eru á Netflix. skjáskot/imdb.com

„Það er nóg til af sjónvarpsefni til að glápa á yfir hátíðarnar,“ segir Björn Þórir Sigurðsson, kvikmyndarýnir morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Björn er reglulegur gestur í morgunþættinum enda fáir fróðari en hann um áhugaverða sjónvarpsþætti eða kvikmyndir. Hann var spurður um þætti sem ekki væri hægt að hætta að horfa á, svokallaða „hámhorfsþætti“ sem halda athygli áhorfandans, þáttaröðina í gegn. Hér að neðan eru þeir þættir sem Björn mælir með til hámhorfs yfir hátíðarnar.  

A Discovery of Witches

SkyOne-sjónvarpsstöðin sýnir þessa ævintýraþætti en fyrri þáttaröðin sem frumsýnd var í fyrra sló í gegn. Ung kona gædd nornarhæfileikum verður hrifin af vampíru.

 

Godless

Netflix sýnir þættina Godless, sem einungis eru sex þættir. Þeir gerast í litlum bæ í villta vestrinu þar sem allir karlmenn deyja í námuslysi. Vandast nú málið fyrir eftirlifandi eiginkonur því ruslaralýður er á leið til bæjarins og þær þurfa að víbgúast.

The Looming Tower

Óhætt er að mæla með þáttunum The Looming Tower, sem sýndir eru á streymisveitunni Hulu. Þeir sem höfðu gaman af þáttunum Chernobyl ættu ekki að láta þessa þætti fram hjá sér fara. Söguþráðurinn rekur aðdraganda þess sem gerðist í hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana 11. september 2001.

Night Manager

BBC sýnir spennuþættina Night Manager sem byggðir eru á bók Johns Le Carrés. 

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist