Hámhorf um hátíðarnar

Skjáskot úr þáttunum Godless sem sýndir eru á Netflix.
Skjáskot úr þáttunum Godless sem sýndir eru á Netflix. skjáskot/imdb.com

„Það er nóg til af sjónvarpsefni til að glápa á yfir hátíðarnar,“ segir Björn Þórir Sigurðsson, kvikmyndarýnir morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Björn er reglulegur gestur í morgunþættinum enda fáir fróðari en hann um áhugaverða sjónvarpsþætti eða kvikmyndir. Hann var spurður um þætti sem ekki væri hægt að hætta að horfa á, svokallaða „hámhorfsþætti“ sem halda athygli áhorfandans, þáttaröðina í gegn. Hér að neðan eru þeir þættir sem Björn mælir með til hámhorfs yfir hátíðarnar.  

A Discovery of Witches

SkyOne-sjónvarpsstöðin sýnir þessa ævintýraþætti en fyrri þáttaröðin sem frumsýnd var í fyrra sló í gegn. Ung kona gædd nornarhæfileikum verður hrifin af vampíru.

 

Godless

Netflix sýnir þættina Godless, sem einungis eru sex þættir. Þeir gerast í litlum bæ í villta vestrinu þar sem allir karlmenn deyja í námuslysi. Vandast nú málið fyrir eftirlifandi eiginkonur því ruslaralýður er á leið til bæjarins og þær þurfa að víbgúast.

The Looming Tower

Óhætt er að mæla með þáttunum The Looming Tower, sem sýndir eru á streymisveitunni Hulu. Þeir sem höfðu gaman af þáttunum Chernobyl ættu ekki að láta þessa þætti fram hjá sér fara. Söguþráðurinn rekur aðdraganda þess sem gerðist í hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana 11. september 2001.

Night Manager

BBC sýnir spennuþættina Night Manager sem byggðir eru á bók Johns Le Carrés. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist