Auður á dönskum jólatónleikum

Auður á tónleikunum í Danmörku.
Auður á tónleikunum í Danmörku. Skjáskot/DR

Tónlistarmaðurinn Auður kom, sá og sigraði á árlegum jólatónleikum danska Ríkisútvarpsins, DR1, sem sýndir voru í gær. Þar flutti hann lagið Það snjóar sem Sigurður Guðmundsson og Memfismafían gerðu frægt um árið.

Í viðtali sagðist Auður tengja við boðskap lagsins sem kemur inn á einmanaleika yfir jólahátíðina. Þess má geta að Auður flutti einnig sama lag á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Hörpu í gær.

Upptöku danska sjónvarpsins má finna með því að smella hér en flutningur Auðar hefst á 1:03.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist