Skylduáhorf um jól og áramót

Skjáskot úr þáttunum Messiah sem hefja göngu sína á Netflix …
Skjáskot úr þáttunum Messiah sem hefja göngu sína á Netflix á nýársdag. Skjáskot/imdb.com

Björn Þórir Sigurðsson mælir með bestu þáttunum og bíómyndunum sem eru í boði hverju sinni í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Fyrir jól og áramót kennir ýmissa grasa en Björn Þórir er búinn að velja það helsta sem flokkast undir skylduáhorf.

The Witcher

Á morgun, 20. desember, detta þættirnir The Witcher inn á Netflix en þeir byggja á vinsælum ævintýrabókum eftir pólska höfundinn Andrzej Sapkowski. Bardagaatriðin í þáttunum eru sagðar toppa þær sem sáust í Game Of Thrones. 

Aeronauts

Kvikmyndin Aeronauts kemur á Amazon Prime á morgun, 20. desember. Hún er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað árið 1862 og segir frá ævintýrum loftbelgjaflugmanns, sem Felicity Jones leikur, og  veðurfræðings, sem Eddie Redmayne leikur. Þetta gæti verið flott fjölskyldumynd að horfa á yfir jól og áramót.

Lost in Space 2

Á aðfangadag kemur önnur þáttaröðin af Lost in Space á Netflix. Robinson fjölskyldan eru strandaglópar á fjarlægrir plánetu. 

Messiah

Á nýársdag hefur Netflix sýningar á þáttunum Messiah. Hvað myndi gerast ef frelsarinn kæmi aftur?

Fyrir þá sem hafa gaman af því að hámhorfa þáttaseríu í einni beit þá mælir Björn meðal annars með þessum þáttum:

Succession (HBO)
Chernobyl (HBO)
Mindhunter (Netflix)
Unbelivable (Netflix)
When they See us (Netflix)
Haunting of Hill House (Netflix)
Alienist (Prime)
Luther (BBC)
Godless (Netflix)
Bosch (Amazon Prime)

Björn nefnir einnig dönsku þættina Broen og Forbrydelsen sem allir ættu að sjá.

mbl.is