Skylduáhorf um jól og áramót

Skjáskot úr þáttunum Messiah sem hefja göngu sína á Netflix …
Skjáskot úr þáttunum Messiah sem hefja göngu sína á Netflix á nýársdag. Skjáskot/imdb.com

Björn Þórir Sigurðsson mælir með bestu þáttunum og bíómyndunum sem eru í boði hverju sinni í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Fyrir jól og áramót kennir ýmissa grasa en Björn Þórir er búinn að velja það helsta sem flokkast undir skylduáhorf.

The Witcher

Á morgun, 20. desember, detta þættirnir The Witcher inn á Netflix en þeir byggja á vinsælum ævintýrabókum eftir pólska höfundinn Andrzej Sapkowski. Bardagaatriðin í þáttunum eru sagðar toppa þær sem sáust í Game Of Thrones. 

Aeronauts

Kvikmyndin Aeronauts kemur á Amazon Prime á morgun, 20. desember. Hún er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað árið 1862 og segir frá ævintýrum loftbelgjaflugmanns, sem Felicity Jones leikur, og  veðurfræðings, sem Eddie Redmayne leikur. Þetta gæti verið flott fjölskyldumynd að horfa á yfir jól og áramót.

Lost in Space 2

Á aðfangadag kemur önnur þáttaröðin af Lost in Space á Netflix. Robinson fjölskyldan eru strandaglópar á fjarlægrir plánetu. 

Messiah

Á nýársdag hefur Netflix sýningar á þáttunum Messiah. Hvað myndi gerast ef frelsarinn kæmi aftur?

Fyrir þá sem hafa gaman af því að hámhorfa þáttaseríu í einni beit þá mælir Björn meðal annars með þessum þáttum:

Succession (HBO)
Chernobyl (HBO)
Mindhunter (Netflix)
Unbelivable (Netflix)
When they See us (Netflix)
Haunting of Hill House (Netflix)
Alienist (Prime)
Luther (BBC)
Godless (Netflix)
Bosch (Amazon Prime)

Björn nefnir einnig dönsku þættina Broen og Forbrydelsen sem allir ættu að sjá.

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar