Leitar að stórum, mjúkum karlmanni

Hildur Birna Gunnarsdóttir.
Hildur Birna Gunnarsdóttir. Árni Sæberg

Uppistandarinn Hildur Birna Gunnarsdóttir er búin að vera einhleyp í 20 ár. „Ég er búin að vera að leita svolítið að maka en hef ekki ennþá fundið neinn. Ég skil ekkert í þessu, bráðhuggulega konan sem ég er,“ sagði Hildur Birna í hressu spjalli við þáttastjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100 í morgun.  

„Ég er búin að sækja öll námskeið sem hægt er að sækja og er nú að spá í að gerast vegan af því ég hef heyrt að það gerist oft margt hjá einhleypum í rútuferðum austur fyrir fjall í vegan ferðum,“ segir Hildur. Hún skellti sér í meðferð á Vog á dögunum, þótt ekkert væri að henni nema karlmannsleysi að hennar sögn. „Á Vogi eru oft karlmenn sem eru á milli sambanda en það gekk ekki neitt hjá mér þar.“

Hildur Birna er með ákveðnar kröfur þegar kemur að draumaprinsinum. „Hann má ekki fara frá mér. Það er frumskilyrði. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar þeir láta sig hverfa. Ég er að að leita að stórum, mjúkum karlmanni sem er heiðarlegur og góður og stendur í lappirnar,“ segir Hildur og tekur skýrt fram að hæð sé mjög mikilvæg.  

Má ekki vera lítill

„Draumaprinsinn má ekki vera lítill karl. Það er vandamál með svona hávaxnar konur eins og mig að eiga lítinn karl því hann verður að vera góður að spúna. Litlir karlar eru svo óþægilegir í því. Þetta er mjög vandmeðfarið,“ sagði Hildur Birna í spjallinu þar sem einnig var komið inn á Tinder menninguna og bingó í Keiluhöllunni, svo nokkuð sé nefnt.

Viðtalið í heild má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.


mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist