Hittu Stjörnustríðshetjur

Sambíóin Kringlunni sýndu saman myndirnar Star Wars: The Force Awakens, …
Sambíóin Kringlunni sýndu saman myndirnar Star Wars: The Force Awakens, Star Wars: The Last Jedi og Star Wars: The Rise of Skywalker á maraþonsýningu í gær. Eggert Jóhannesson

Sambíóin Kringlunni, Akureyri og Keflavík sýndu saman myndirnar Star Wars: The Force Awakens, Star Wars: The Last Jedi og Star Wars: The Rise of Skywalker á maraþonsýningu í gær. Í Kringlunni tóku nokkrar af þekktum persónum myndanna á móti gestum.

Eggert Jóhannesson
Eggert Jóhannesson

Nýjasta Stjörnustríðsmyndin heitir Star Wars: The Rise of Skywalker og verður frumsýnd í Sambíóunum í dag, 19. desember. Um að ræða lokakaflann í Skywalker sögunni en myndin gerist um ári eftir atburðina í síðustu mynd, The Last Jedi. Þau Rey, Finn og Poe þurfa finna leið sem snýr taflinu við í baráttunni við Frumregluna.

Eggert Jóhannesson
Eggert Jóhannesson

Myndin sló forsölumet allra Star Wars mynda í Bandaríkjunum og hér heima hafa um 5.000 miðar verið seldir í forsölu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambíóum.

Eggert Jóhannesson
Eggert Jóhannesson
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist