Fluttu órafmagnaða útgáfu

Skjáskot/youtube.

Tónlistarkonan Taylor Swift og meðleikarar hennar úr kvikmyndinni Cats komu fram í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi þar sem þau fluttu órafmagnaða útgáfu af laginu Memory með húshljómsveitinni The Roots.

Spjallþáttastjórnandinn James Corden fer einnig með hlutverk í myndinni og söng hluta úr laginu ásamt Jason DeRulo og Jennifer Hudson sem einnig leika og syngja í myndinni.

End­ur­gerðin af söng­leikn­um fræga virðist falla í grýtt­an jarðveg og myndin fær dræma dóma.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist