Vinsælustu lögin á Retró

„Við ætlum að telja niður 500 bestu lögin frá áttunda, níunda og tíunda áratugunum á Retró milli jóla og nýárs. Þetta er heljarinnar verkefni og unnið myrkana á milli við að koma listanum saman sem er reiknaður út frá allskonar formúlum og breytum.“ Þetta segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri útvarpsstöðvanna K100 og Retró 89.5. Hann situr nú langt fram á nætur og raðar saman vinsælustu lögum umræddra áratuga.

Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri útvarpsstöðvanna K100 og Retró …
Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri útvarpsstöðvanna K100 og Retró 89.5. K100

„Þetta er gert til þess að endurræsa Retró sem hefur verið jólastöð núna í aðdraganda jóla. Stöðin spilar alla jafna bestu tónlistina frá 1970 – 2000 en hefur undanfarið helgað sig jólalögunum,“ segir Sigurður.

Hlustun á Retró að aukast

Retró hefur verið að sækja mjög í sig veðrið í hlustun á þessu ári og það er greinilegt að það er hljómgrunnur fyrir þessum gömlu og góðu. „Við ætlum að fara enn lengra á nýju ári með stöðina og þessi listi er liður í að vekja enn meiri athygli á henni,“ segir Sigurður.

Spurður um hvað einkennir 500 vinsælustu lögin segir Sigurður að sumt komi á óvart, en annað ekki. „Það er samt alveg klárt að það verða ekki allir sammála um hvaða lög eigi að vera efst á listanum. Ég hlakka allavega til að  hlusta. Þetta verður mjög skemmtilegt og um að gera að hafa útvarpið í gangi milli jóla og nýárs. Við hefjum leik klukkan 8, föstudagsmorguninn 27. desember. Niðurtalningunni lýkur klukkan 18, mánudaginn 30. desember. Við munum telja niður alla dagana fram að því yfir daginn.“ 

Hlustendur eru hvattir til að senda inn sína tillögu að lagi á heimasíðunni retro895.is

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist