Skrítnar og skemmtilegar jólagjafir

Hefur þú gefið skrítna og sérstaka jólagjöf eða ert með skemmtilega sögu um jólagjöf handa ástinni þinni sem féll ef til vill ekki í kramið?

Þeir sem hafa gefið skrítnar eða sérstakar jólagjafir fá nú möguleika á að nýta það til góðs. Á K100 fer nú fram keppni um bestu söguna af skrítnustu jólagjöf allra tíma. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en sigurvegarinn fær 100.000 kr. gjafabréf í versluninni Leonard.

Logi og Siggi, í Síðdegisþættinum á K100, velja sögurnar sem þeir flytja í þættinum.

Auðvelt er að taka þátt með því að senda söguna, sem þarf alls ekki að vera löng, á netfangið: siggioglogi@k100.is.

Einu kröfurnar eru að sagan af jólagjöfinni þarf að vera sniðug, sönn og skemmtileg.

Fylgstu með á K100 og á K100.is. Hver veit nema þín saga verði valin sú besta.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist