Aftur saman í Grease

Olivia Newton-John og John Travolta sameinuð á ný í hlutverkum …
Olivia Newton-John og John Travolta sameinuð á ný í hlutverkum sínum úr kvikmyndinni Grease. Mynd: Instagram/Olivia Newton-John

Goðsagnakennda kvikmyndin Grease er mörgum í fersku minni en þar fóru Olivia Newton-John og John Travolta á kostum. Nú eru liðin yfir 40 ár frá því þau léku kærustaparið Danny og Sandy og sungu af innlifun um sumarástina. 

Kært hefur verið á milli aðalleikaranna allar götur síðan. Mynd náðist af þeim nýverið þar sem þau voru klædd í búninga söguhetjanna. Tilefnið var söngskemmtun í Florida. 

John Travolta deilir þessu stutta myndskeiði með aðdáendum sínum á Instagram.

View this post on Instagram

Grease will ALWAYS be the word.

A post shared by John Travolta (@johntravolta) on Dec 15, 2019 at 3:10pm PST

Um var að ræða svokallað Meet N Grease viðburð á West Palm Beach sem haldinn var fyrir aðdáendur myndarinnar eilífu.

Tvíeikið hefur oftar leitt hesta sína saman eftir útkomu Grease myndarinnar árið 1978. Þau léku til dæmis í rómantísku gamanmyndinni Two Of A Kind árið 1983 og fóru með hlutverk í tónlistarmyndbandi Michael Jackson, Liberian Girl árið 1987. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist