Aftur saman í Grease

Olivia Newton-John og John Travolta sameinuð á ný í hlutverkum …
Olivia Newton-John og John Travolta sameinuð á ný í hlutverkum sínum úr kvikmyndinni Grease. Mynd: Instagram/Olivia Newton-John

Goðsagnakennda kvikmyndin Grease er mörgum í fersku minni en þar fóru Olivia Newton-John og John Travolta á kostum. Nú eru liðin yfir 40 ár frá því þau léku kærustaparið Danny og Sandy og sungu af innlifun um sumarástina. 

Kært hefur verið á milli aðalleikaranna allar götur síðan. Mynd náðist af þeim nýverið þar sem þau voru klædd í búninga söguhetjanna. Tilefnið var söngskemmtun í Florida. 

John Travolta deilir þessu stutta myndskeiði með aðdáendum sínum á Instagram.

View this post on Instagram

Grease will ALWAYS be the word.

A post shared by John Travolta (@johntravolta) on Dec 15, 2019 at 3:10pm PST

Um var að ræða svokallað Meet N Grease viðburð á West Palm Beach sem haldinn var fyrir aðdáendur myndarinnar eilífu.

Tvíeikið hefur oftar leitt hesta sína saman eftir útkomu Grease myndarinnar árið 1978. Þau léku til dæmis í rómantísku gamanmyndinni Two Of A Kind árið 1983 og fóru með hlutverk í tónlistarmyndbandi Michael Jackson, Liberian Girl árið 1987. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Í loftinu núna
Endalaus tónlist