Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir. K100

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir en þau eru að setja á markað húðvörur undir merkinu A&K. Framleiðsla er komin á fullt hjá Pharma Arctica á Grenivík og sala hefst um helgina.

Kristbjörg hefur lengi haft mikinn áhuga á húðvörum en Aron viðurkennir fúslega að hann hafi ekkert vit á þessu. Hann finni þó mikinn mun eftir að hafa orðið að tilraunadýri í framleiðsluferlinu.

Þau ætla að prófa vörurnar fyrst á Íslandi en ef vel gengur stefna þau á alþjóðamarkað og þá mögulega með því að nýta frægð Arons. „Þá hendir maður kannski í eitt víkingaklapp,“ segir Aron í viðtali við þá Loga og Sigga í Síðdegisþættinum á K100.

Þau hjónin búa í Katar þar sem Aron leikur með Al Arabi, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Hann meiddist og getur því tekið sér smá frí í desember en gerir ráð fyrir að byrja að æfa aftur með liðinu í byrjun janúar.

Það er töluverður munur á aðstæðum og veðri á Íslandi og Katar enda fer hitinn yfir 40 gráður á sumrin og þannig var það einmitt þegar þau komu fyrst og Aron segir að fyrstu æfingarnar hafi verið mjög erfiðar. Því sé ágætt að njóta sín í nokkra daga í íslensku vetrarveðri.

Viðtalið við þau Aron og Kristbjörgu má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist