Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Bjarki H. Hall.
Bjarki H. Hall. K100

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld og mörg þessara mála hafa vakið upp margar spurningar. Einn þeirra sem hefur lengi haft mikinn áhuga á þessum málum er Bjarki H. Hall. Svo mikinn áhuga reyndar að hann hefur gefið út bók: Saknað — íslensk mannshvörf.

Bjarki er ekki hinn dæmigerði íslensku rithöfundur. Hann vinnur á stórum vinnuvélum hjá Ístaki og var skrifblindur og gekk illa í skóla. En bókin á sér sögu. Fyrir tveimur árum fótbrotnaði hann og hafði skyndilega nógan tíma til að sinna þessu áhugamáli. Hann stofnaði hóp á Facebook og vefsíðu og fékk fjölda áskorana sem skiluðu sér svo loks í þessari bók.

Áhugavert viðtal við Bjarka er í spilaranum hér fyrir neðan. mbl.is