„Vel giftir karlar verða utan við sig“

Gauti Einarsson.
Gauti Einarsson. Mynd: Vikudagur

Pistill sem Gauti Einarsson ritaði á vikudagur.is á Akureyri hefur farið víða í netheimum. Þar rekur hann kenningu sína um vel gifta karla. Kenningin á vel við hann, að eigin sögn.

Hún gengur út á að karlar sem eiga framtakssamar og skýrar konur draga sig smám saman til hlés í allri framtakssemi. Þeir verða utan við sig, hætta að muna afmælisdaga og gleyma að gera hversdagslega hluti. Konan græjar allt hvort sem er.

„Skömmu eftir að við hjónin vorum búin að skipta um bíl var ég að keyra Þingvallarstrætið þegar ég mætti konunni minni undir stýri. Ég sá hana reyndar ekki glöggt en þekkti nýja bílinn okkar svo ég heilsaði henni glaðlega. Áttaði mig svo á því að ég var sjálfur að keyra bílinn nýja og konan mín sat við hliðina á mér,“ segir Gauti, í bráðfyndnum pistli.

Í viðtali við þá Loga og Sigga í Síðdegisþættinum á K100 ítrekaði Gauti að hann sé ekki greindur með athyglisbrest og á auðvelt með einbeitingu.

„Það er helst að það séu verk sem krefjast þess að maður þurfi að rífa sig úr að ofan eða taka á honum stóra sínum. Þá kannski stígur maður upp en annars er maður bara eins og ljónakóngur, liggur bara undir trénu og horfir yfir dýrðina,“ sagði Gauti í bráðhressu viðtali við þá Loga og Sigga sem hlusta má á í spilaranum hér fyrir neðan.

Pistilinn má lesa í heild sinni á vef Vikudags.

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist