Frumsýningar um helgina

AFP

Það er margt nýtt í boði á Netflix um helgina og í bíó. Björn Þórir Sigurðsson mætir vikulega í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 til að mæla með því helsta sem er í boði.

V Wars

Netflix frumsýnir vísindatryllinn V Wars um helgina. Þeir fjalla um lækni sem berst við vírus sem breytir fólki í blóðsugur.

Virgin River

Ungur hjúkrunarfræðingur fær sig fullsadda á vandamálum stórborgarinnar og flytur í smábæ þar sem örlögin grípa í taumana. Þættirnir eru byggðir á bókaflokki metsöluhöfundarins Robyn Carr.

Vikings

Sjötta þáttaröð þessara vinsælu þátta kemur á History Channel um helgina. Ragnheiður Ragnars leikur burðarhlutverk í þáttunum.

Marvelous Mrs. Maisel

Þriðja þáttaröðin af Marvelous Mrs. Maisel kemur á Amazon Prime um helgina. Þættirnir gerast á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum. Kona ákveður að skilja við manninn sinn til að hasla sér völl sem grínisti.

Truth be told

Á Apple+ koma þættirnir Truth Be Told um helgina. Olivia Spencer leikur hlaðvarpara sem rannsakar mál manns sem hefur hugsanlega verið sendur saklaus í fangelsi.

JUMANJI: THE NEXT LEVEL

Fyrir þá sem stefna í kvikmyndahús um helgina er óhætt að mæla með ævintýramyndinni Jumanji: The Next Level.

mbl.is
Skjáskot úr þáttunum Exit sem sýndir eru á RÚV.
Fréttir

Norsk siðblinda á RÚV

Norsku þættirnir The Exit, eða Útrás í íslenskri þýðingu, sem komnir eru á ruv.is, hafa slegið í gegn. Þættirnir, sem fjalla um fjóra siðblinda útrásarvini í fjármálageiranum, eru sagðir byggja á raunverulegum atburðum. Nánar

Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir var gestur Loga og Sigga í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum.
Síðdegisþátturinn

Forvitin frekja sem rannsakar langlífi

Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir var gestur Loga og Sigga í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum. Nánar

Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Síðdegisþátturinn

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist