Frumsýningar um helgina

AFP

Það er margt nýtt í boði á Netflix um helgina og í bíó. Björn Þórir Sigurðsson mætir vikulega í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 til að mæla með því helsta sem er í boði.

V Wars

Netflix frumsýnir vísindatryllinn V Wars um helgina. Þeir fjalla um lækni sem berst við vírus sem breytir fólki í blóðsugur.

Virgin River

Ungur hjúkrunarfræðingur fær sig fullsadda á vandamálum stórborgarinnar og flytur í smábæ þar sem örlögin grípa í taumana. Þættirnir eru byggðir á bókaflokki metsöluhöfundarins Robyn Carr.

Vikings

Sjötta þáttaröð þessara vinsælu þátta kemur á History Channel um helgina. Ragnheiður Ragnars leikur burðarhlutverk í þáttunum.

Marvelous Mrs. Maisel

Þriðja þáttaröðin af Marvelous Mrs. Maisel kemur á Amazon Prime um helgina. Þættirnir gerast á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum. Kona ákveður að skilja við manninn sinn til að hasla sér völl sem grínisti.

Truth be told

Á Apple+ koma þættirnir Truth Be Told um helgina. Olivia Spencer leikur hlaðvarpara sem rannsakar mál manns sem hefur hugsanlega verið sendur saklaus í fangelsi.

JUMANJI: THE NEXT LEVEL

Fyrir þá sem stefna í kvikmyndahús um helgina er óhætt að mæla með ævintýramyndinni Jumanji: The Next Level.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist