„Swing“ með skýrum reglum

Mynd: Unsplash/Erk Lucatero

Makaskipti, eða „swing-lífsstíllinn“ svokallaði, hafa verið töluvert til umfjöllunar í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 undanfarið. Hlustendur sem hafa reynslu af þessum lífsstíl höfðu samband við þáttinn og svöruðu nokkrum spurningum þar sem nafnleyndar þeirra var gætt.

Setjið þið reglur sem fylgja þarf þegar þið stundið kynlíf með öðrum?

Flest pör eru með reglur. Reglur sem margir hafa eru t.d. að verða að leika í sama herbergi og makinn eða að stunda ekki kynlíf með stöku fólki, bara pörum. Okkar reglur hafa breyst mikið síðan við byrjuðum og hafa í raun bara farið eftir því sem við höfum lært og upplifað í gegnum lífsstílinn. Ein regla sem við erum með er t.d. að við þurfum að segja hvað við viljum og hvað ekki. Ef allir aðilar eru til í það sem við erum til í þá gerum við það, ef ekki þá er það út af borðinu. Ef t.d. annað okkar vildi fara úr aðstæðunum þá gerum við það, það þarf ekkert að útskýra það frekar. Svo er regla hjá okkur (líkt og flestum) að nota smokk með öðrum.

Hafið þið fundið fyrir afbrýðisemi eða hefur einhver sem þið hafið „swingað“ með fundið fyrir afbrýðisemi í ykkar garð?

Já, það hefur komið upp afbrýðisemi hjá okkur en algjörlega minniháttar miðað við hvað maður hefði haldið. Helst ef annað okkar hefur sagt eitthvað við eða um einhvern annan sem við vorum ekki alveg sátt við. Það lærist að díla við það og vera með ákveðið viðhorf því aðalmarkmiðið er að njóta og prófa nýja hluti. Ef öðru hvoru okkar líður óþægilega og vill fara þá er það gert strax og án útskýringa. Við eigum síðan yfirleitt mjög opið og hreinskilið samtal í kjölfarið á svona hittingum og lærum ennþá betur hvort á annað.

Hvað hefur komið mest á óvart?

Að það er fólk á öllum aldri og stigum þjóðfélagsins sem stundar þetta og hvað fólk er yfirleitt almennilegt í þessum lífsstíl.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist