„Ræða“ Nixons veldur óhug

Richard Nixon á góðri stund með Gerald Ford á flokksþingi …
Richard Nixon á góðri stund með Gerald Ford á flokksþingi repúblikana 1968. Mynd: AP

Þrjátíu árum eftir að Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin gengu fyrstir manna á tunglinu, 20. júlí 1969, var hulunni svipt af ræðu Richards Nixons, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Ræðan var samin ef allt færi á versta veg.

Sagnfræðingurinn James Mann fann ræðuna í skjalasafni Nixon-stjórnarinnar árið 1999. William Saire, ræðusmiður Nixons, samdi hana og afhenti H.R. Haldeman, starfsmannastjóra forsetans. Ræðuna átti að sjálfsögðu bara að flytja ef áhöfn Appolo 11 færist.

Nú hafa vísindamenn hjá bandaríska MIT-háskólanum sent frá sér myndskeið þar sem engu er líkara en að Nixon flytji ræðuna í raun og veru. Um er að ræða enn eitt djúpfalsað myndskeiðið sem sýnir hvað tækni af þessu tagi er komin ótrúlega langt á veg.

Vísindamennirnir vildu með þessu ekki aðeins sýna hversu langt tæknin er komin heldur vekja fólk til umhugsunar um hvernig heimsmál hefðu þróast ef för Appollo 11 hefði mistekist.

mbl.is