„Ræða“ Nixons veldur óhug

Richard Nixon á góðri stund með Gerald Ford á flokksþingi …
Richard Nixon á góðri stund með Gerald Ford á flokksþingi repúblikana 1968. Mynd: AP

Þrjátíu árum eftir að Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin gengu fyrstir manna á tunglinu, 20. júlí 1969, var hulunni svipt af ræðu Richards Nixons, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Ræðan var samin ef allt færi á versta veg.

Sagnfræðingurinn James Mann fann ræðuna í skjalasafni Nixon-stjórnarinnar árið 1999. William Saire, ræðusmiður Nixons, samdi hana og afhenti H.R. Haldeman, starfsmannastjóra forsetans. Ræðuna átti að sjálfsögðu bara að flytja ef áhöfn Appolo 11 færist.

Nú hafa vísindamenn hjá bandaríska MIT-háskólanum sent frá sér myndskeið þar sem engu er líkara en að Nixon flytji ræðuna í raun og veru. Um er að ræða enn eitt djúpfalsað myndskeiðið sem sýnir hvað tækni af þessu tagi er komin ótrúlega langt á veg.

Vísindamennirnir vildu með þessu ekki aðeins sýna hversu langt tæknin er komin heldur vekja fólk til umhugsunar um hvernig heimsmál hefðu þróast ef för Appollo 11 hefði mistekist.

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist