Kynntist freyðivíni 5 ára

Dagbjörg Inga Hafliðadóttir.
Dagbjörg Inga Hafliðadóttir. K100

Dagbjörg Inga Hafliðadóttir, einn höfunda Skál og hnífur, kom í vikunni í heimsókn til Loga og Sigga sem stýra síðdegisþættinum á K100. Bókin fjallar um freyðivín, sögu þess, blæbrigði og hvað sé best að borða með því. Í bókinni eru einmitt fjölmargar uppskriftir að réttum sem passa sérstaklega vel með freyðivíni.

Sjálf kynntist hún freyðivíni í Danmörku þegar hún, fimm ára gömul, sá fallega flösku í búð og suðaði í pabba sínum að kaupa hana handa sér. Hún drakk hana í aftursætinu í bílnum. Mörgum árum síðar fletti hún þessari tegund upp og komst að því að þetta var áfengt freyðivín.

Hún segir að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir hve freyðivín sé frábær drykkur og passi í raun við flest tilefni. Svo sé líka mikilvægt að vita hvað sé best að borða með því, enda nauðsynlegt að næra sig líka.mbl.is