Hittust í háloftunum

Rihanna og Paul McCartney.
Rihanna og Paul McCartney. AFP/samsett

Söngkonan Rihanna gat ekki staðist freistinguna að grínast aðeins í Paul McCartney þegar hún uppgötvaði að þau voru farþegar í sama fluginu nýverið.

Á Instagram bjó hún til myllumerkið #RihUnion og minntist samstarfs þeirra frá árinu 2015.

„Hvers vegna ert þú í fluginu mínu, herra McCartney,“ spyr Rihanna í gamansömum tón og Bítillinn svarar: „Hver er að mynda mig?“ 

Vináttan blómstrar þó langt sé liðið síðan þau gerðu saman lagið FourFive Seconds með Kanye West. Aldrei er að vita nema leiðir þeirra eigi eftir að liggja saman á ný í tónlistinni eftir þennan óvænta fund í háloftunum.mbl.is