„Heilsukvíði ekkert síðri en umhverfiskvíði“

Mynd:Thinkstock

Það kannast sjálfsagt margir við að upplifa titring eða jafnvel kvíða fyrir desember. Þeir sem hafa náð að venja sig á ákveðið mataræði fyllast skelfingu yfir framboði þess sem bragðlaukarnir elska en maginn ekki.

Elísabet Reynisdóttir, helsti ráðgjafi morgunþáttarins Ísland vaknar á K100 í heilbrigðismálum, fjallaði um „heilsukvíða“ í hugvekju sem hún flutti á Vopnafirði nýverið. „Heilsukvíðinn er ekkert síðri en umhverfiskvíðinn. Fólk verður svo „paranojað“ ef það ætlar að leyfa sér eitthvað í desember,“ segir Elísabet. „Hvernig viltu hafa lífsgæði þín? Að þú megir ekkert, mátt ekkert smakka og verður að halda í við þig? Hvar liggja mörkin þín?“

Elísabet mælir með að njóta desember án þess að fara í ofát. „Það þarf að vera ábyrgð og að njóta. Sumir verða að segja stopp því þeir eru fíklar í ákveðinn mat, margir geta fengið sér lítið, notið og hætt.“

Talið barst þá að Jóni Axel Ólafssyni, einum þáttastjórnenda, sem getur alls ekki fengið sér bara eina lúku af Nóa-kroppi og geymt svo pokann yfir nótt. Hið innra samtal um aga í því sambandi er algjörlega tilgangslaust.

Áhugavert viðtal við Elísabetu Reynisdóttur er í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is