Það eru alltaf jólin hjá strákunum í Svörtum fötum því nú skríður lag þeirra, Jólin eru að koma , upp Tónlistann á ný. Lagið kemur aftur á lista í þessari viku og situr nú í 29. sæti.
Röð 5 efstu laga breyttist lítið milli vikna á Tónlistanum. Post Malone er enn á toppnum með lagið Circles . Þar á eftir eru Tones and I með lagið Dance Monkey . Auður skiptir á sæti við Emmsjé Gauta. Lagið Enginn eins og þú situr nú í 3. sæti listans en Malbik með Emmsjé Gauta er í 4. sæti. Aron Can og Friðrik Dór eru áfram í 5. sæti listans með lagið Hingað og þangað .
Hástökkvari vikunnar er söngkonan Selena Gomez með lagið Lose You To Love Me. Það hoppar upp um 14 sæti og situr nú í 9. sæti Tónlistans. Sumir vilja meina að hún sé þarna að syngja beint til fyrrverandi unnusta síns, Justin Bieber. Þau hættu saman í mars í fyrra og svo virðist að sambandsslitin hafi eitthvað haft að gera með texta lagsins, en dæmi hver fyrir sig.
Splunkunýtt á lista, beint í 18. sæti er bandaríski söngvarinn Trevor Daniel með lagið Falling.
Tónlistinn Topp 40 er eini opinberi vinsældalisti landsins, tekinn saman af Félagi hljómplötuframleiðenda. Listinn er sendur út á K100 alla sunnudaga frá klukkan 14 til 16. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify og á helstu útvarpsstöðvum landsins. Hér má sjá listann í heild sinni.
Farið yfir blöðin 12.des (12.12.2019) — 00:05:34 | |
Kveikt eða slökkt á jólaljósunum á nóttunni? (12.12.2019) — 00:05:43 | |
Pálmi Gunnarsson heldur sína árlegu jólatónleika (12.12.2019) — 00:05:54 | |
Fólk að meiða sig útaf því að það er í símanum (12.12.2019) — 00:02:51 |