Jólalag öðlast vinsældir á ný

Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Í ...
Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Mynd: Sverrir Vilhelmsson

Það eru alltaf jólin hjá strákunum í Svörtum fötum því nú skríður lag þeirra, Jólin eru að koma, upp Tónlistann á ný. Lagið kemur aftur á lista í þessari viku og situr nú í 29. sæti. 

Röð 5 efstu laga breyttist lítið milli vikna á Tónlistanum. Post Malone er enn á toppnum með lagið Circles. Þar á eftir eru Tones and I með lagið Dance Monkey. Auður skiptir á sæti við Emmsjé Gauta. Lagið Enginn eins og þú situr nú í 3. sæti listans en Malbik með Emmsjé Gauta er í 4. sæti. Aron Can og Friðrik Dór eru áfram í 5. sæti listans með lagið Hingað og þangað.

Hástökkvari vikunnar er söngkonan Selena Gomez með lagið Lose You To Love Me. Það hoppar upp um 14 sæti og situr nú í 9. sæti Tónlistans. Sumir vilja meina að hún sé þarna að syngja beint til fyrrverandi unnusta síns, Justin Bieber. Þau hættu saman í mars í fyrra og svo virðist að sambandsslitin hafi eitthvað haft að gera með texta lagsins, en dæmi hver fyrir sig.

Splunkunýtt á lista, beint í 18. sæti er bandaríski söngvarinn Trevor Daniel með lagið Falling. 

Tónlistinn Topp 40 er eini opinberi vinsældalisti landsins, tekinn saman af Félagi hljómplötuframleiðenda. Listinn er sendur út á K100 alla sunnudaga frá klukkan 14 til 16. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify og á helstu útvarpsstöðvum landsins. Hér má sjá listann í heild sinni. 

mbl.is
Richard Nixon á góðri stund með Gerald Ford á flokksþingi repúblikana 1968.
Fréttir

„Ræða“ Nixons veldur óhug

Hvað ef förin til tunglsins 1969 hefði mistekist og allt farið á versta veg? Búið er að „djúpfalsa“ myndskeið af ræðu Nixons, sem aldrei var flutt. Nánar

Dagbjörg Inga Hafliðadóttir.
Síðdegisþátturinn

Kynntist freyðivíni fimm ára

Dagbjörg Inga Hafliðadóttir, einn höfunda Skál og hnífur, kom í heimsókn til Loga og Sigga á K100. Bókin fjallar um freyðivín, sögu þess, blæbrigði og hvað sé best að borða með því. Nánar

Ísland vaknar

„Swing“ með skýrum reglum

„Reglur sem margir hafa eru t.d. að verða að leika í sama herbergi og makinn eða að stunda ekki kynlíf með stöku fólki, bara pörum.“ Nánar

Ísland vaknar

„Heilsukvíði ekkert síðri en umhverfiskvíði“

Það kannast sjálfsagt margir við að upplifa titring eða jafnvel kvíða fyrir desember. Nánar

Rihanna og Paul McCartney.
Fréttir

Hittust í háloftunum

Söngkonan Rihanna gat ekki staðist freistinguna að grínast aðeins í Paul McCartney þegar hún uppgötvaði að þau voru farþegar í sama fluginu nýverið. Nánar

Mikið sjónarspil blasti við Loga og Sigga á ferð þeirra um Reykjanesið á dögunum. Hér eru þeir á suðurstrandarveginum á leið til Grindavíkur
Síðdegisþátturinn

Heillaðir af Reykjanesinu

Þeir Siggi Gunnars og Logi Bergmann voru í beinni útsendingu í Reykjanesbæ í sjálfu Rokksafninu á dögunum. Nánar

Ísland vaknar

Bréf frá „swinger“-pari

„Við erum hjón á fertugsaldri og erum búin að vera saman síðan við vorum unglingar.“ Svona hefst bréf frá íslensku „swinger“-pari sem barst í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Nánar

Dennis Quaid er í aðalhluverki í þáttunum Merry Christmas Whatever sem sýndir eru á Netflix.
Ísland vaknar

Nýtt á Netflix og í bíó

Örlítið hefur hægst á framboði nýrra kvikmynda og sjónvarpsþátta að undanförnu eftir þann fjölda sem hóf sýningar í haust. Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, sérlegur ráðgjafi Ísland vaknar, morgunþáttar K100, var fenginn til að mæla með því allra nýjasta sem er í boði. Nánar