Bréf frá „swinger“-pari

mbl.is/Thinkstockphotos

Þáttastjórnendur í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 ræddu í síðustu viku um „swing“-lífsstílinn svokallaða. Haft var á orði að samkvæmi, þar sem hjón eða par/pör skiptast á öðrum pörum til að stunda kynlíf með, virðast vera að færast í aukana hér á landi.

Í umræðu um þennan lífsstíl var fólk sem hefði reynslu af þessu hvatt til að hafa samband við þáttastjórnendur. Bréf barst frá pari sem lesið var upp í þættinum:

Varðandi innslag í þættinum ykkar fyrir helgi um swing.

Okkur þætti alveg gaman að tala um þetta mál en eins og gefur að skilja þá er nafnleynd og þagmælska mjög mikilvæg í þessari senu og því fáir sem vilja koma opinberlega fram að tala um þetta.

Við erum hjón á fertugsaldri og erum búin að vera saman síðan við vorum unglingar. Við erum menntuð, í góðum vinnum og erum fjölskyldufólk. Erum í góðu formi og á góðum stað í lífinu og drekkum ekki né notum nein vímuefni. Við erum búin að vera að swinga síðan í fyrra. Við kynntumst þessum lífsstíl (swing er oft kallað „lífsstílinn“ á meðal þeirra sem stunda það) fyrir tilviljun en við vorum að leitast eftir einhverri nýbreytni í kynlífinu okkar. Við prófuðum nokkrar leiðir til þess, en aðallega var það að senda djarfar myndir okkar á milli eða til annarra para erlendis. Við vildum sem sagt alls ekki vera að eiga samskipti við íslensk pör. Pössuðum að það sæist ekki í andlit eða auðkennandi staði eða líkamshluta. Við fengum svo myndir frá öðrum pörum, spjölluðum um allt á milli himins og jarðar og þetta fannst okkur mjög kynþokkafullt.

Eftir smá tíma af þessu þá komu upp alls kyns setningar eins og: „það væri svo gaman ef þið væruð hjá okkur.“ eða „hvað ég myndi vilja gera þetta við þig“ o.s.fvr. Þetta kynti alveg undir í okkur og við ræddum það að hugmyndin væri kannski ekki svo galin að prófa að sofa hjá öðru fólki. Við kynntum okkur hvaða leiðir væru í boði en ætluðum sko alls ekki að gera neitt með neinum á Íslandi, það væri bara ekki séns! Við áttum í samskiptum við mjög vinalegt par í Bandaríkjunum og vorum án djóks farin að skoða flug út til þeirra til að eiga fyrsta swingið okkar en svo var ekki.

Við vorum svo í fríi á Spáni ekki löngu seinna og sáum að það var klúbbur í borginni. Ekki þessi venjulegi dansklúbbur.

Bréfið í heild sinni var lesið í þættinum sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.


mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar