Bréf frá „swinger“-pari

mbl.is/Thinkstockphotos

Þáttastjórnendur í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 ræddu í síðustu viku um „swing“-lífsstílinn svokallaða. Haft var á orði að samkvæmi, þar sem hjón eða par/pör skiptast á öðrum pörum til að stunda kynlíf með, virðast vera að færast í aukana hér á landi.

Í umræðu um þennan lífsstíl var fólk sem hefði reynslu af þessu hvatt til að hafa samband við þáttastjórnendur. Bréf barst frá pari sem lesið var upp í þættinum:

Varðandi innslag í þættinum ykkar fyrir helgi um swing.

Okkur þætti alveg gaman að tala um þetta mál en eins og gefur að skilja þá er nafnleynd og þagmælska mjög mikilvæg í þessari senu og því fáir sem vilja koma opinberlega fram að tala um þetta.

Við erum hjón á fertugsaldri og erum búin að vera saman síðan við vorum unglingar. Við erum menntuð, í góðum vinnum og erum fjölskyldufólk. Erum í góðu formi og á góðum stað í lífinu og drekkum ekki né notum nein vímuefni. Við erum búin að vera að swinga síðan í fyrra. Við kynntumst þessum lífsstíl (swing er oft kallað „lífsstílinn“ á meðal þeirra sem stunda það) fyrir tilviljun en við vorum að leitast eftir einhverri nýbreytni í kynlífinu okkar. Við prófuðum nokkrar leiðir til þess, en aðallega var það að senda djarfar myndir okkar á milli eða til annarra para erlendis. Við vildum sem sagt alls ekki vera að eiga samskipti við íslensk pör. Pössuðum að það sæist ekki í andlit eða auðkennandi staði eða líkamshluta. Við fengum svo myndir frá öðrum pörum, spjölluðum um allt á milli himins og jarðar og þetta fannst okkur mjög kynþokkafullt.

Eftir smá tíma af þessu þá komu upp alls kyns setningar eins og: „það væri svo gaman ef þið væruð hjá okkur.“ eða „hvað ég myndi vilja gera þetta við þig“ o.s.fvr. Þetta kynti alveg undir í okkur og við ræddum það að hugmyndin væri kannski ekki svo galin að prófa að sofa hjá öðru fólki. Við kynntum okkur hvaða leiðir væru í boði en ætluðum sko alls ekki að gera neitt með neinum á Íslandi, það væri bara ekki séns! Við áttum í samskiptum við mjög vinalegt par í Bandaríkjunum og vorum án djóks farin að skoða flug út til þeirra til að eiga fyrsta swingið okkar en svo var ekki.

Við vorum svo í fríi á Spáni ekki löngu seinna og sáum að það var klúbbur í borginni. Ekki þessi venjulegi dansklúbbur.

Bréfið í heild sinni var lesið í þættinum sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.


mbl.is