Örlítið hefur hægst á framboði nýrra kvikmynda og sjónvarpsþátta að undanförnu eftir þann fjölda sem hóf sýningar í haust. Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, sérlegur ráðgjafi Ísland vaknar, morgunþáttar K100, var fenginn til að mæla með því allra nýjasta sem er í boði.
Þeir sem hafa aðgang að Apple+ geta á morgun séð þættina
Servant
sem eru úr smiðju M Night Shyamalan sem leikstýrði, meðal annars, kvikmyndunum
Sixth Sense
og
Signs
. Þættirnir fjalla um hjón sem missa barnið sitt og kaupa „gervibarn“ í staðinn. Fóstran sem þau ráða er undarleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Netflix verður með þessa gamanþætti í boði um helgina þar sem Dennis Quaid er í aðalhluverki.
Matreiðsluþættir eru alltaf vinsælir. Kokkaþættirnir
Sugar Rush Christmas
eiga örugglega eftir að höfða til margra.
Robert De Niro, Al Pacino og Joe Pesci leika aðalhlutverk í flottustu mynd sem Martin Scorsese hefur sent frá sér í 30 ár. Myndin kemur á Netflix um helgina.
Spennumyndin um góða lygarann er á leið í bíó. Helen Mirren og Ian McKellen sýna stórleik í hörkuspennandi mynd.
Farið yfir blöðin 12.des (12.12.2019) — 00:05:34 | |
Kveikt eða slökkt á jólaljósunum á nóttunni? (12.12.2019) — 00:05:43 | |
Pálmi Gunnarsson heldur sína árlegu jólatónleika (12.12.2019) — 00:05:54 | |
Fólk að meiða sig útaf því að það er í símanum (12.12.2019) — 00:02:51 |