Hvað varð um Brother Beyond?

Strákasveitin Brother Beyond sló rækilega í gegn árið 1988.
Strákasveitin Brother Beyond sló rækilega í gegn árið 1988. Mynd: Twitter/@CheerUpPopParty

Hljómsveitin Brother Beyond var ein vinsælasta strákasveit níunda áratugar síðustu aldar en hvað varð um hana? Sumir eru kannski fegnir að þurfa aldrei aftur að hlusta á yfirgengilegt sykurhúðað popp þeirra en aðrir hafa skilning á sakleysinu og einlægninni sem sveif þar yfir vötnum.

Strákarnir hófu ferilinn með að semja eigin lög en það gekk brösulega. Útvarpsstöðin Smooth Radio rekur feril þeirra og segir að það var ekki fyrr en smellismiðirnir Stock, Aitken og Waterman voru fengnir til að leggja hönd á plóg sem Brother Beyond slóg rækilega í gegn.

Lagið The Harder I Try náði hæst í annað sæti breska listans árið 1988. Þar mátti greinilega heyra áhrif Stock, Aitken og Waterman en þeir voru ekki beint þekktir fyrir að taka miklar áhættur í lagasmíðum. Formúlan virkaði og strákarnir í Brother Beyond fylgdu vinsældunum eftir með laginu He Ain't No Competition sem náði hæst í 6. sæti breska listans.

Því miður náðu strákarnir ekki lengra og seinni plata þeirra Trust féll ekki í kramið. Nathan Moore, söngvari, lét hafa eftir sér að það hafi verið algjört rugl að segja upp samstarfi við lagasmiðina þrjá. „Við sömdum öll lögin á plötuna sjálfir og hún fór beint í ruslið,“ sagði Moore.

Eftir tvær misheppnaðar plötur héldu strákarnir í Brother Beyond sitt í hvora áttina árið 1991. Þeir eiga það þó til að koma saman á endurkomutónleikum fyrir aðdáendur þegar vel liggur á þeim.

Hvar eru þeir í dag?

Nathan Moore, söngvari, fór í annað strákaband sem heitir Worlds Apart. Hann hefur reynt fyrir sér í söngþættinum The Voice og séð um bókanir fyrir aðra söngvara.

Annar meðlimur sveitarinnar, sem kallar sig Eg White, er ennþá tengur tónlistarbransanum og hefur náð langt í lagasmíðum fyrir ekki ómerkilegri tónlistarmenn en Adele, James Blunt, Paloma Faith og Celine Dion. Hann samdi, til dæmis, lagið Leave Right Now sem Will Young gerði ódauðlegt.

Steve Alexander, trommari, túraði í sex ár með Duran Duran og trommar fyrir hina og þessa tónlistarmenn eins og til dæmis Jeff Beck.

Carl Fysh snéri sér að umboðsbransanum og hefur, meðal annars, starfað með Coldplay og Adele.

David White nældi sér í háskólagráðu í listaháskóla í London, eftir að tónlistarferlinum lauk. Hann hefur sýnt verk sín í Bretlandi og Ísrael.

Hér er vinsælasta lag sveitarinnar, The Harder I try . Myndbandið er mikið þrekvirki en þar sést Nathan Moore, söngvari, á harðaspretti, líklega á eftir strætó.

mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar