Harður jólapakki frá Sennheiser

Árni Matthíasson með Sennheiser Momentum 3 græjuna.
Árni Matthíasson með Sennheiser Momentum 3 græjuna. Mynd: K100/Síðdegisþátturinn

Logi Bergmann og Siggi Gunnars hafa í Síðdegisþættinum á K100 að undanförnu fjallað um hljóðdempandi heyrnartól. Árni Matthíason, sem er manna fróðastur um nýjustu græjur, var fenginn til að meta það nýjasta á markaðnum sem eru Sennheiser Momentum 3, nýjustu heyrnartólin í Momentum-línunni svokölluðu sem komu á markað í haust.

Árni segir að Sennheiser sé þekkt fyrir framúrskarandi heyrnartól, kannski ekki alltaf með flottustu hönnunina eða nútímalegasta útlitið, en tæknin sé alltaf skotheld og hljómurinn frábær. Þau eru svolítið þung og verkleg, að sögn Árna, um 300 grömm, en fara vel á höfði og mjög traustbyggð. „Þau koma í nokkuð óvenjulegri tautösku, sem margir hefðu kannski viljað hafa stífari en á móti er minna plast,“ segir Árni.

Það er alvöru leður í skálapúðunum. Á þeim er USB-C tengi, og hleðslusnúra og hljóðsnúra fylgja.

Heyrnartólin styðja Bluetooth 5, sem þýðir minni straumeyðsla, þau eru fljótari að tengjast og ná í traustara samband. Þau veita frábæra hljóðdempun, ein sú besta sem Árni hefur heyrt, og hljómurinn framúrskarandi. „Það er mjög gott hljóð í miðju og hátíðni. Þau duga vel í að skerma út skvaldur. Það er auðvitað hljóðnemi í græjunni og fínt að tala í símann með þau á sér,“ segir Árni.

„Það er enginn hnappur til að kveikja og slökva á heyrnartólunum. Þegar þau eru lögð saman slökkva þau einfaldlega á sér. Hægt er að sækja app til að fínstilla hljóminn og líka til að fíntstilla hljóðdempunina. Þá er hægt að finna heyrnartækin með appinu, sem getur komið sér vel. Rafhlaðan er sögð duga í allt að þrettán tíma. Ég náði ekki að sannreyna það, en endingin var mjög góð. Ef hljóðdempun er ekki í botni endast þau lengur.“

Sennheiser Momentum 3 kosta 58.900 í Pfaff. „Maður borgar fyrir það sem maður fær,“ segir Árni að lokum.


mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar