Harður jólapakki frá Sennheiser

Árni Matthíasson með Sennheiser Momentum 3 græjuna.
Árni Matthíasson með Sennheiser Momentum 3 græjuna. Mynd: K100/Síðdegisþátturinn

Logi Bergmann og Siggi Gunnars hafa í Síðdegisþættinum á K100 að undanförnu fjallað um hljóðdempandi heyrnartól. Árni Matthíason, sem er manna fróðastur um nýjustu græjur, var fenginn til að meta það nýjasta á markaðnum sem eru Sennheiser Momentum 3, nýjustu heyrnartólin í Momentum-línunni svokölluðu sem komu á markað í haust.

Árni segir að Sennheiser sé þekkt fyrir framúrskarandi heyrnartól, kannski ekki alltaf með flottustu hönnunina eða nútímalegasta útlitið, en tæknin sé alltaf skotheld og hljómurinn frábær. Þau eru svolítið þung og verkleg, að sögn Árna, um 300 grömm, en fara vel á höfði og mjög traustbyggð. „Þau koma í nokkuð óvenjulegri tautösku, sem margir hefðu kannski viljað hafa stífari en á móti er minna plast,“ segir Árni.

Það er alvöru leður í skálapúðunum. Á þeim er USB-C tengi, og hleðslusnúra og hljóðsnúra fylgja. 

Heyrnartólin styðja Bluetooth 5, sem þýðir minni straumeyðsla, þau eru fljótari að tengjast og ná í traustara samband. Þau veita frábæra hljóðdempun, ein sú besta sem Árni hefur heyrt, og hljómurinn framúrskarandi. „Það er mjög gott hljóð í miðju og hátíðni. Þau duga vel í að skerma út skvaldur. Það er auðvitað hljóðnemi í græjunni og fínt að tala í símann með þau á sér,“ segir Árni.

„Það er enginn hnappur til að kveikja og slökva á heyrnartólunum. Þegar þau eru lögð saman slökkva þau einfaldlega á sér. Hægt er að sækja app til að fínstilla hljóminn og líka til að fíntstilla hljóðdempunina. Þá er hægt að finna heyrnartækin með appinu, sem getur komið sér vel. Rafhlaðan er sögð duga í allt að þrettán tíma. Ég náði ekki að sannreyna það, en endingin var mjög góð. Ef hljóðdempun er ekki í botni endast þau lengur.“

Sennheiser Momentum 3 kosta 58.900 í Pfaff. „Maður borgar fyrir það sem maður fær,“ segir Árni að lokum.


mbl.is
Richard Nixon á góðri stund með Gerald Ford á flokksþingi repúblikana 1968.
Fréttir

„Ræða“ Nixons veldur óhug

Hvað ef förin til tunglsins 1969 hefði mistekist og allt farið á versta veg? Búið er að „djúpfalsa“ myndskeið af ræðu Nixons, sem aldrei var flutt. Nánar

Dagbjörg Inga Hafliðadóttir.
Síðdegisþátturinn

Kynntist freyðivíni fimm ára

Dagbjörg Inga Hafliðadóttir, einn höfunda Skál og hnífur, kom í heimsókn til Loga og Sigga á K100. Bókin fjallar um freyðivín, sögu þess, blæbrigði og hvað sé best að borða með því. Nánar

Ísland vaknar

„Swing“ með skýrum reglum

„Reglur sem margir hafa eru t.d. að verða að leika í sama herbergi og makinn eða að stunda ekki kynlíf með stöku fólki, bara pörum.“ Nánar

Ísland vaknar

„Heilsukvíði ekkert síðri en umhverfiskvíði“

Það kannast sjálfsagt margir við að upplifa titring eða jafnvel kvíða fyrir desember. Nánar

Rihanna og Paul McCartney.
Fréttir

Hittust í háloftunum

Söngkonan Rihanna gat ekki staðist freistinguna að grínast aðeins í Paul McCartney þegar hún uppgötvaði að þau voru farþegar í sama fluginu nýverið. Nánar

Mikið sjónarspil blasti við Loga og Sigga á ferð þeirra um Reykjanesið á dögunum. Hér eru þeir á suðurstrandarveginum á leið til Grindavíkur
Síðdegisþátturinn

Heillaðir af Reykjanesinu

Þeir Siggi Gunnars og Logi Bergmann voru í beinni útsendingu í Reykjanesbæ í sjálfu Rokksafninu á dögunum. Nánar

Ísland vaknar

Bréf frá „swinger“-pari

„Við erum hjón á fertugsaldri og erum búin að vera saman síðan við vorum unglingar.“ Svona hefst bréf frá íslensku „swinger“-pari sem barst í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Nánar

Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum.
Fréttir

Jólalag öðlast vinsældir á ný

Það eru alltaf jólin hjá strákunum í Svörtum fötum því nú skríður lag þeirra, Jólin eru að koma, upp Tónlistann á ný. Nánar