Allt stopp í LA

Skjáskot/youtube/CBS Los Angeles.

„Þetta er eins og risastórt bílastæði,“ segir fréttamaður CBS í Los Angeles sem lýsir umferðinni þar í borg þar sem allt er stopp. 

Þakkagjörðarhátíðin er haldin hátíðleg í Bandaríkjunum á morgun, fjórða fimmtudag í nóvember. Þá reynir mikið á almenningssamgöngur þegar landsmenn leggja af stað til að hitta ættingja og vini til að treysta þau tengsl sem fyrir eru.

Margir hafa hugsað sér gott til glóðarinnar og lagt tímanlega af stað. Það hefur þó dugað skammt ef marka má frétt CBS í Los Angeles hér að neðan. Algjört umferðaröngþveiti myndaðist á götum borgarinnar í gær. 


mbl.is