Michelin-kokkur eldar í örbylgjuofni

Íslandsmótið í örbylgjueldun verður haldið í dag í Síðdegisþættinum á K100 með Loga Bergmann og Sigga Gunnars. Hugmyndin kom í kjölfar þess að Logi fann bókina „Eldað í örbylgjuofni“ heima hjá sér. Þar er að finna fjölmargar uppskriftir að mat sem ætlast er til að eldaður sé í örbylgjuofni.

Michelin-kokkurinn Ragnar Eiríksson og veitingamaðurinn Bragi Skaftason ætla að spreyta sig á því að elda örbylgjurétti í beinni útsendingu í dag frá 16 til 18. Ekkert verður til sparað en dýrasta hráefnið verður notað í tilraunina. 

Logi Bergmann og Siggi Gunnars stýra Síðdegisþættinum á K100.
Logi Bergmann og Siggi Gunnars stýra Síðdegisþættinum á K100. K100
mbl.is