„Besta stríðsmynd síðustu 20 ára“

Mynd: imdb.com

Stórmyndin 1917 verður frumsýnd eftir áramót. Gagnrýndendur eru ósparir á yfirlýsingar eftir forsýningu um helgina í Bandaríkjunum og spá þeim Óskarsverðlaunum sem afhent verða í febrúar.

Kvikmyndagagnrýnandinn Clayton Davis segir myndina vera bestu stríðsmynd frá því Óskarsverðlaunamynd Steven Spielbergs, Saving Private Ryan kom út árið 1998. Aðrir hrósa kvikmyndatöku myndarinnar en myndin er sýnd í einni samfelldri tímaröð líkt og um eina langa töku sé að ræða.

Gagnrýnandi New York Times segir að kvikmyndin 1917 eigi Óskarsverðlaun skilið fyrir bestu leikmynd, tónlist, kvikmyndatöku, leikstjórn og bestu mynd ársins. Þar ætti hún að etja kappi gegn Once Upon a Time in Hollywood og Netflix myndinni The Irishman .

Guardian gefur myndinni fimm stjórnur og hrósar leikstjóranum, Sam Mendes í hástert.

Indiewire tekur í sama streng og segir 1917 minna á kvikmyndirnar Dunkirk og The Revenant . Hún eigi stórt tilkall til Óskarsverðlauna.

1917 gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Fylgst er með afdrifum tveggja breskra hermanna sem leiknir eru af Dean Charles Chapman og George McKay. Þeir þurfa að laumast yfir átakalínu til að vara félaga sína handan hennar við yfirvofandi árás. Takist för þeirra ekki munu 1.600 hermenn liggja í valnum. Stórleikararnir Colin Firth, Benedict Cumberbatch og Richard Madden fara einnig með hlutverk í myndinni.

Byggt á frétt DR.

mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar