„Besta stríðsmynd síðustu 20 ára“

Mynd: imdb.com

Stórmyndin 1917 verður frumsýnd eftir áramót. Gagnrýndendur eru ósparir á yfirlýsingar eftir forsýningu um helgina í Bandaríkjunum og spá þeim Óskarsverðlaunum sem afhent verða í febrúar.  

Kvikmyndagagnrýnandinn Clayton Davis segir myndina vera bestu stríðsmynd frá því Óskarsverðlaunamynd Steven Spielbergs, Saving Private Ryan kom út árið 1998. Aðrir hrósa kvikmyndatöku myndarinnar en myndin er sýnd í einni samfelldri tímaröð líkt og um eina langa töku sé að ræða.

Gagnrýnandi New York Times segir að kvikmyndin 1917 eigi Óskarsverðlaun skilið fyrir bestu leikmynd, tónlist, kvikmyndatöku, leikstjórn og bestu mynd ársins. Þar ætti hún að etja kappi gegn Once Upon a Time in Hollywood og Netflix myndinni The Irishman.

Guardian gefur myndinni fimm stjórnur og hrósar leikstjóranum, Sam Mendes í hástert.

Indiewire tekur í sama streng og segir 1917 minna á kvikmyndirnar Dunkirk og The Revenant. Hún eigi stórt tilkall til Óskarsverðlauna.

1917 gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Fylgst er með afdrifum tveggja breskra hermanna sem leiknir eru af Dean Charles Chapman og George McKay. Þeir þurfa að laumast yfir átakalínu til að vara félaga sína handan hennar við yfirvofandi árás. Takist för þeirra ekki munu 1.600 hermenn liggja í valnum. Stórleikararnir Colin Firth, Benedict Cumberbatch og Richard Madden fara einnig með hlutverk í myndinni.

 Byggt á frétt DR. 

mbl.is