„Fíklar ekki hrifnir af spice“

AFP

„Áhrifin af efninu eru gleði, ánægja, mikil slökun og breytt skynjun. En svo eru aukaverkanirnar aukinn hjartsláttur, hár blóðþrýstingur og aukið blóðflæði til hjartans sem leiðir oft til brjóstverkja, ógleði, kvíðakasta og árásargirni.“ Þetta segir Leifur Gauti rannsóknarlögreglumaður í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 en þáttastjórnendur hafa að undanförnu verið að fjalla um fíkniefnið spice sem hefur verið að ryðja sér hér til rúms. Leifur Gauti rannsóknarlögreglumaður telur efnið stórvarasamt en það hefur meðal annars fundist í fangelsum landsins.

„Þegar komið er út í langvarandi notkun á efninu fylgja því hausverkir, óeðlilega mikill sviti, vöðvaskjálfi, óstjórnleg löngun í efnið, geðveiki og ofskynjanir,“ segir Leifur Gauti.

Efast um að efnið nái fótfestu hér á landi

Eyþór Jónsson, læknir á Vogi, segir að kollegar hans hjá SÁÁ verði ekki mikið varir við efnið á meðferðarstofnuninni. Hann telur neyslu þess vera á einhvers konar fiktstigi hér á landi. Hann segir að efnið taki stöðugum breytingum og fíkniefnasalar viti ekki einu sinni hvort þeir eru með löglegt eða ólöglegt efni í höndunum. Því sé erfitt að ná utan um neysluna og bregðast við henni. Útbreiðslan á efninu spice erlendis hafi fyrst og fremst verið í fangelsum.

„Ég er ekki viss um að efnið henti íslenskum fíkniefnamarkaði,“ segir Eyþór sem á regluleg samtöl við fíkla. „Þeir sem ég hef talað við, sem hafa verið að fikta við þetta, eru ekki hrifnir af áhrifunum.“

Viðtölin við þá Leif Gauta og Eyþór Jónsson má sjá í spilurunum hér að neðan.mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar