Eggert fékk leyfi frá Clapton

Eric Clapton með stórlaxinn sem hann veiddi í Hnausastreng í …
Eric Clapton með stórlaxinn sem hann veiddi í Hnausastreng í Vatnsdalsá 4. ágúst 2017. Mynd: Úr einkasafni

Fjölmargir veiðimenn þekkja Laxá á Ásum og hafa rennt þar fyrir fisk i gegnum tíðina. Á meðal þeirra sem veitt hafa í ánni er tónlistarmaðurinn Eric Clapton sem kemur hingað til lands með reglubundnum hætti til að veiða. 

Eggert Skúlason hefur gert sjónvarpsþætti um veiði hér á landi. Í einu atriði varð hann að hafa lag með Eric Clapton. 

„Við vorum búnir að klippa saman stutt atriði þar sem tveir sprellarar veiddu undir laginu Cocaine. Ég sendi myndbrotið á söngvarann og hann svaraði um hæl: Love it,“ sagði Eggert Skúlason að vonum ánægður með svarið sem hann fékk frá stórstjörnunni. 

David Bowie kemur við sögu

Eggert segir að fleiri frægir komi við sögu í þáttunum. „Flugan sem var hönnuð og er notuð við veiðar í Claptonshyl heitir Old sock. Það er kveðja sem David Bowie sendi Clapton einhvern tímann þegar þeir voru að skrifast á og semja texta, en þá kvaddi hann vin sinn með þessum orðum,“ sagði Eggert í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Hann segist ekki vita til þess að David Bowie hafi verið mikill veiðimaður en hafi hins vegar verið í nánu samstarfi við Eric Clapton, veiðmann og Íslandsvin.

Viðtalið við Eggert má heyra í spilaranum hér að neðan.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist