Eggert fékk leyfi frá Clapton

Eric Clapton með stórlaxinn sem hann veiddi í Hnausastreng í ...
Eric Clapton með stórlaxinn sem hann veiddi í Hnausastreng í Vatnsdalsá 4. ágúst 2017. Mynd: Úr einkasafni

Fjölmargir veiðimenn þekkja Laxá á Ásum og hafa rennt þar fyrir fisk i gegnum tíðina. Á meðal þeirra sem veitt hafa í ánni er tónlistarmaðurinn Eric Clapton sem kemur hingað til lands með reglubundnum hætti til að veiða.

Eggert Skúlason hefur gert sjónvarpsþætti um veiði hér á landi. Í einu atriði varð hann að hafa lag með Eric Clapton.

„Við vorum búnir að klippa saman stutt atriði þar sem tveir sprellarar veiddu undir laginu Cocaine. Ég sendi myndbrotið á söngvarann og hann svaraði um hæl: Love it,“ sagði Eggert Skúlason að vonum ánægður með svarið sem hann fékk frá stórstjörnunni.

David Bowie kemur við sögu

Eggert segir að fleiri frægir komi við sögu í þáttunum. „Flugan sem var hönnuð og er notuð við veiðar í Claptonshyl heitir Old sock. Það er kveðja sem David Bowie sendi Clapton einhvern tímann þegar þeir voru að skrifast á og semja texta, en þá kvaddi hann vin sinn með þessum orðum,“ sagði Eggert í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Hann segist ekki vita til þess að David Bowie hafi verið mikill veiðimaður en hafi hins vegar verið í nánu samstarfi við Eric Clapton, veiðmann og Íslandsvin.

Viðtalið við Eggert má heyra í spilaranum hér að neðan.mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar