Fyrsti flutningur ódauðlegs jólalags

Mariah Carey deilir með fylgjendum sínum upptöku af því þegar ...
Mariah Carey deilir með fylgjendum sínum upptöku af því þegar hún söng í fyrsta skipti opinberlega lagið All I Want For Christmas Is You. AFP

Söngdívan Mariah Carey deildi óvæntum glaðningi með aðdáendum sínum í vikunni. Nú eru 25 ár liðin frá því hún gaf út plötuna Merry Christmas . Af því tilefni deildi hún áður óbirtri upptöku af því þegar hún söng lagið All I Want For Christmas Is You í fyrsta skipti opinberlega.

Lagið var flutt, í fyrsta skipti, á góðgerðartónleikum í dómkirkju heilags Jóhannesar í New York 8. desember 1994. Carey fer þar áreynslulaust upp og niður tónstigann með öflugum stuðningi þriggja bakraddasöngkvenna og undirleikara.

Fáir sem á hlýddu gerðu sér grein fyrir að lagið myndi festa sig í sessi sem ómissandi hluti jólaundirbúnings aðdáenda Mariah Carey víða um heim. Hörðustu rokkarar eru jafnvel sagðir dilla sér með í sakbitinni sælu.

Lagið All I Want For Christmas Is You er aftur farið að minna á sig á vinsældarlistum og settist í 39. sæti á Billboard listanum vestanhafs í vikunni. Vinsældir þess munu líklega ná hæstu hæðum á ný á næstu dögum og vikum en fyrir jólin í fyrra fór það hæst í 3. sæti listans.


mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar