Nýtt lag með U2

Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru …
Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge eru undir indverskum áhrifum í laginu Ahimsa. AFP/Kevin Winter

Nýjasta lag írsku rokkaranna í U2 heitir Ahimsa og er unnið í samstarfi sveitarinnar við indverska tónlistarmanninn A.R Rahman og dætur hans tvær. Nafn lagsins vísar til búddískrar hugmyndafræði.

Í viðtali við Rolling Stone skýrir Rahman hugmyndina að baki heiti lagsins sem hann segir ganga út frá friði og kærleika.  

„Hugmyndin um Ahimsa snýst um að beita ekki ofbeldi. Hún er indversk, suður-asísk og úr búddisma. Að beita ekki ofbeldi getur krafist hugrekkis og mikils máttar. Stundum þarf að minna fólk á slíkt.

Lagið er það fyrsta sem U2 sendir frá sér síðan platan Songs of Experience frá 2017 kom út. 

mbl.is