Nýtt á Netflix og í bíó

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman. AFP

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í boði er á Netflix og í bíó.

Heartstrings

Söngkonan Dolly Parton segir frá tilurð 8 laga sinna í áhugaverðum þáttum sem koma á Netflix í dag. Út frá því spinnst sjálfstæð saga sem sögð er í hverjum þætti.

The Accident 

Á streymisveitu Hulu má nú sjá bresku þættina The Accident. Þeir fjalla um krakka sem eru að fíflast á athafnasvæði þegar slys verður. Öll farast á sviplegan hátt nema dóttir stjórnmálamanns.

The Feed

Fyrir þá sem höfðu gaman af Black Mirror-þáttunum á Netflix býður Amazon Prime upp á þættina The Feed sem höggva í svipaðan knérunn.

The Irishman

Írinn kemur á Netflix 27. nóvember en margir ætla að sjá hana í bíó, þótt sýningar verði fáar.

Frozen 2

Því er spáð að teikninmyndin Frozen 2 verði ein af stærri myndum ársins. Hún hefur fengið frábæra dóma og er sögð standast væntingar. Handritshöfundarnir leituðu meðal annars til Íslands til að sækja innblástur.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist