Nýtt á Netflix og í bíó

Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman.
Robert De Niro fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni The Irishman. AFP

Björn Þórir Sigurðsson, „Bíó-Bússi“, kom í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í vikunni til að fræða hlustendur um það nýjasta sem í boði er á Netflix og í bíó.

Heartstrings

Söngkonan Dolly Parton segir frá tilurð 8 laga sinna í áhugaverðum þáttum sem koma á Netflix í dag. Út frá því spinnst sjálfstæð saga sem sögð er í hverjum þætti.

The Accident

Á streymisveitu Hulu má nú sjá bresku þættina The Accident. Þeir fjalla um krakka sem eru að fíflast á athafnasvæði þegar slys verður. Öll farast á sviplegan hátt nema dóttir stjórnmálamanns.

The Feed

Fyrir þá sem höfðu gaman af Black Mirror-þáttunum á Netflix býður Amazon Prime upp á þættina The Feed sem höggva í svipaðan knérunn.

The Irishman

Írinn kemur á Netflix 27. nóvember en margir ætla að sjá hana í bíó, þótt sýningar verði fáar.

Frozen 2

Því er spáð að teikninmyndin Frozen 2 verði ein af stærri myndum ársins. Hún hefur fengið frábæra dóma og er sögð standast væntingar. Handritshöfundarnir leituðu meðal annars til Íslands til að sækja innblástur.

mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar