Jesúbarnið alveg eins og Phil Collins

Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins.
Það er óneitanlega sterkur svipur með Jesúbarninu og Phil Collins. Skjáskot: twitter/josemanuelradio

900 kílóa og tæplega 7 metra hátt líkneski af Jesúbarninu í La Epifanía del Señor kirkjunni í Zacatecas fylki Mexíkó vekur athygli og umtal. Ekki aðeins vegna framsetningar högglistamannsins Roman Salvador á verkinu heldur virðist Jesúbarnið alveg eins og tónlistarmaðurinn Phil Collins.

Þetta risastóra Jesúbarn minnir óþyrmilega mikið á Collins þegar hann var upp á sitt allra besta með hljómsveitinni Genesis á níunda áratug síðustu aldar. Styttan er meira að segja með hártopp nákvæmlega eins og tónlistarmaðurinn skartaði.

Haft er eftir Séra Humberto Rodriguez að hugmyndin hafi verið að fá risastórt líkneski til að fylla upp í stórt rými sem áður stóð autt. Hann telur að um sé að ræða stærstu styttu af Jesúbarninu í heimi og bíður eftir símtali frá Heimsmetabók Guinnes.

Phil Collins hefur ekki tjáð sig um málið en síðustu fréttir af honum eru þær sólóplata hans, But Seriously verður endurútgefin í dag til að minnast þess að nú eru 30 ár frá útgáfu hennar. Aðeins verður um 1.000 vínilplötur að ræða, fyrir allra hörðustu aðdáendur.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist