Næstum helmingur karla þrá stærra typpi

Mynd: Unsplash/Steve Harvey

Frétt dagsins hjá Sigga Gunnars, í síðdegisþættinum á K100, kom frá breska götublaðinu The Sun. Þar er verið að fjalla um nýja rannsókn heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi (NHS) um stærð á typpum. Nú liggur fyrir heil skýrsla frá NHS um málið.

Sérfræðingar í háskólanum í London mældu bresk typpi 104 karlmanna á öllum aldri. Kom þá í ljós að sumir eru „stækkarar“ en aðrir „sýnarar“. Typpið stækkar um heil 84% hjá þeim sem flokkast til „stækkara“ en um 47% hjá þeim sem eru „sýnarar“.

Sannast þá hið fornkveðna að lítil typpi lengjast mest.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 45% karlmanna óska þess sér einskis heitar að þeir væru með stærri lim en þeir raunverulega eru með.

Meðalstærð á linu typpi mældist 9 sentimetrar. Meðalstærð á typpi í fullri reisn voru 13 sentimetrar. „Það er bara ekki neitt,“ sagði forviða Logi Bergmann og Siggi Gunnars sprakk úr hlátri.

Þeir félagar ræddu síðar ýmsar leiðir til að láta liminn líta stærri út sem fjallað er nánar um í grein The Sun.

mbl.is