Aurora í Frozen 2

Norska söngkonan Aurora.
Norska söngkonan Aurora. Mynd: instagram/auroramusic/

Teiknimyndin Frozen 2 er á leið í bíó um helgina og má búast við að ungir aðdáendur fyrri myndarinnar muni ekki láta hana fram hjá sér fara.

Lög í myndinni eru flutt af stjörnum eins og Idina Menzel, Kristin Bell og söngkonu sem hlustendur K100 kannast örugglega vel við. Hún kallar sig Aurora, kemur frá Noregi og er aðeins 23 ára. Í frétt Mashable er hún sögð óvenjuleg söngkona til að koma fram í Disney-mynd þar sem tónlist hennar er oft svolítið drungaleg. Þó er hún ansi grípandi og heillandi.

Tónlist Aurora er sögð líkjast Sia og Billie Eilish, svo það er ekki leiðum að líkjast. Fyrsta plata hennar, All My Demons Greeting Me As A Friend fór beint í efsta sæti vinsældarlista í Noregi.

Árið 2016 kom hún fyrst fyrir sjónir sjónvarpsáhorfenda hjá Jimmy Fallon með eftirminnilegum hætti.

Í viðtali við tímaritið Culture Trip fyrr á árinu sagðist Aurora semja tónlist utan um pælingar sínar um lífið og tilveruna. „Ég sem um það sem mér er efst í huga á hverjum tíma. Það sem ég er að pæla í eða get ekki skilið. Tilfinningar sem ég get ekki útskýrt eða sorgina sem ég get ekki flúið. Ég nota tónlistina til að tjá það frá hjartanu.“

Fyrr á þessu ári kom Aurora fram á Kex Hostel í Reykjavík hjá bandarísku útvarpsstöðinni KEXP. Tónleikana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Fréttir

Hendir kannski í eitt víkingaklapp

Hjónin Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eru að feta nýjar slóðir. Nánar

Bjarki H. Hall.
Síðdegisþátturinn

Gröfumaður með mannshvörf á heilanum

Yfir hundrað manns hafa horfið sporlaust á Íslandi síðustu öld. Nánar

Anna Margrét Káradóttir.
Fréttir

Sjúklega veðurhrædd

Anna Margrét Káradóttir er sjúklega veðurhrædd. Hún segir að í vondu veðri stressist hún upp og eigi mjög erfitt með svefn. Síðustu dagar hafa því verið sérlega erfiðir fyrir hana. Nánar

George Michael með vinum sínum í myndbandinu við lagið Last Christmas.
Fréttir

Jólalagið Last Christmas líkt öðru lagi?

George Michael var kærður fyrir að hafa stolið bútum úr laginu Can't Smile Without You. Nánar

Fréttir

Viðbragðsaðilar í startholum

„Nákvæmlega núna erum við að fá upplýsingar um hvar versta veðrið er nákvæmlega statt. Veðrið er að koma inn yfir Norðurlandið og við erum bara að bíða eftir að það skelli á höfuðborgarsvæðinu sem verður samkvæmt öllu núna seinnipartinn.“ Nánar

Söngvarinn Steven Tyler lætur gott af sér leiða.
Fréttir

Styður fórnarlömb heimilisofbeldis

Steven Tyler, söngvari sveitarinnar Aerosmith, lagði til hálfa milljón bandaríkjadala úr góðgerðarsjóði sínum, sem heitir Janie, til að gera upp hús í Memphis á dögunum. Samtökin Youth Villages fá þar aðstöðu en þau styðja við börn sem verða fyrir skaða, af einhverjum ástæðum, í uppvexti sínum. Nánar

Slökkviliðsmennirnir Ómar Ágústsson og Valdimar Gunnarsson mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun til að kynna dagatalið.
Ísland vaknar

Olíubornir slökkviliðsmenn

Dagatal slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2020 er sérstaklega olíuborið og massað í ár enda fyrirsæturnar ekki af verri endanum. Löðrandi kynæsandi slökkviliðsmenn hnykla magavöðva við dagleg skyldustörf. Nánar

Yumi Ishikawa berst fyrir auknum réttindum kvenna í Japan.
Fréttir

Japönsk fyrirtæki banna konum að nota gleraugu

Vinnustaðamenningin í Japan hefur lengi hallað verulega á konur. Nánar