Átak gegn mannréttindabrotum

Mynd: amnesty.is

Amensty International stendur þessa dagana fyrir herferð gegn mannréttindabrotum. Um er að ræða árlega alþjóðlega herferð þar sem markmiðið er að bjarga mannslífum. Um allan heim koma þúsundir einstaklinga saman og setja nafn sitt á áskoranir til stjórnvalda landa sem brjóta mannréttindi. Í ár einblína samtökin á ungt fólk, undir tuttugu og fimm ára aldri víða um heim sem verða fyrir mannréttindabrotum.

Dæmi um brot á mannréttindum

Magai Matiop Ngong býr í Suður Súdan. Hann var 15 ára gagn­fræða­skóla­nemi sem hafði gaman af því að hlaupa og syngja gospellög. Hann var stað­ráðinn í því að hjálpa öðru fólki þegar hann yrði eldri. Líf hans gjör­breyttist hins vegar skyndi­lega þegar hann var dæmdur fyrir morð árið 2017. Á meðan rétt­ar­höldin stóðu yfir sagði hann við dómarann að hann væri aðeins fimmtán ára og að morðið sem hann var ákærður fyrir hefði verið slys. Þrátt fyrir það dæmdi dómarinn hann til heng­ingar.

Hægt er að skrifa undir bréf til stjórnvalda ríkjanna sem eiga í hlut á heimasíðunni amnesty.is.

Þær Bryndís Bjarnadóttir og Elsa Nielsen heimsóttu Ísland vaknar á K100 og sögðu frá herferðinni. Heyra má viðtalið við þær stöllur í spilaranum hér að neðan.

mbl.is