Valdimar að verða 10 ára

Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum …
Valdimar ásamt tónlistarmönnum sem koma fram með honum á jólatónleikum í Hörpu. Skjáskot: Facebook/valdimargudmunds

Fyrir hartnær 10 árum hætti Valdimar Guðmundsson í hljómsveit sem hann var í og byrjaði að semja eigin lög. Hann hugsaði þetta sem sólóverkefni en fljótlega bættist Ásgeir Aðalsteinsson, vinur hans, við. Þeir félagar byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri.

„Hægt og rólega bættust fleiri tónlistarmenn í hópinn og við urðum skyndilega að sex manna hljómsveit en erum sjö í dag. Við ákváðum að kalla hljómsveitina bara Valdimar, kannski svipað og hljómsveitin Bon Jovi sem heitir sama nafni og söngvarinn,” segir Valdimar og kímir.

Í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 fór Valdimar yfir ferilinn og það sem er framundan hjá hljómsveitinni. Hann kemur fram á tvennum jólatónleikum í Hörpu í desember og svo eru fyrirhugaðir veglegir afmælistónleikar hljómsveitarinnar í mars. 

Horfðu á skemmtilegt viðtal við Valdimar Guðmundsson í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist