Streita var að buga heilsuráðgjafa

Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og …
Nauðsynlegt er að þekkja helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil. Mynd: Pim Chu/Unsplash

„Ég hef þurft að læra að þekkja einkennin hjá sjálfri mér þegar álagið verður of mikið. Þegar við erum undir álagi þá hefur það áhrif á hegðun okkar, hugsun og jafnvel líkama.“

Þetta segir Anna Lóa Ólafsdóttir, sem kennd er við Hamingjuhornið, í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Hún segist sjálf hafa vaknað upp við að ástandið væri ekki eins og best væri á kosið þegar börnin hennar voru farin að segja: „Hvað heldur þú að fólk myndi segja ef það vissi hvernig Anna Lóa í Hamingjuhorninu er heima hjá sér?"

Anna Lóa segir að þetta hafi verið það sem ýtti henni af stað til að skoða sín mál betur. Hún fann aðferð sem hjálpaði henni við að ná tökum á streitu og bæta lífsgæði sín. 

Í viðtali við Ísland vaknar á K100, sem hægt er að sjá í spilaranum hér fyrir neðan, fór hún yfir helstu einkenni kulnunar og álags og viðbragðanna þegar streitan verður of mikil. 

Auk þess fór hún yfir aðferðir sem allir geta nýtt sér til að kynnast einkennum streitu og hvað hægt sé að gera til að vinna bug á neikvæðum afleiðingum hennar.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist