Einn snjallasti bakari landsins er 19 ára

Elenora Rós Georgesdóttir.
Elenora Rós Georgesdóttir. Mynd: Instagram/bakaranora

Elenora Rós Georgesdóttir hefur frá unga aldri haft áhuga á bakstri og kökugerð. Hún starfar á veitingastað í Bláa lóninu og er að læra að verða bakari. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hafa kökur hennar slegið í gegn en Elenora Rós er sögð einn snjallasti bakari landsins.

Þáttastjórnendur í Ísland vaknar á K100 fengu Elenoru í morgun til að fjalla um jólabaksturinn sem er framundan. Hún var löngu vöknuð, að hætti bakara, og mætti í viðtalið með listilega gerðar kökur sem hún bakaði í nótt.

Á Instagram er hægt að fylgja Elenoru eftir undir heitinu: „Bakaranora“.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt viðtal við Elenoru.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist